257. deildarráðsfundur Fremri fundargerð Næsta fundargerð

Dagskrá

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með þeirri leiðréttingu að Helgi Þorbergsson er ekki leiðbeinandi með meistaraverkefni Guðjóns Vilhjálmssonar.

2. Til kynningar

2.1 Nýir starfsmenn á skrifstofu verkfræðideildar

Ráðinn hefur verið verkefnisstjóri fjármála deildarinnar, Edda Friðgeirsdóttir, og mun hún koma til starfa 1. nóvember næstkomandi. Þá er að líkindum stutt í að verkefnisstjóri kynningarmála verði ráðinn.

2.2 Framkvæmdir í VR-II

Framkvæmdir á skrifstofu eru á lokastigi. Þá var um síðustu helgi sett upp skilrúm á bókasafninu til að stúka af rými fyrir meistaranema. Gagnrýnt var hve hægt hefði gengið að ljúka framkvæmdum á skrifstofuhúsnæðinu.

3. Dómnefnd um framgang Jóns Tómasar Guðmundssonar úr dósent í prófessor.

Málið hefur ekki verið rætt í r&t skor og var frestað til næsta fundar.

4. Fulltrúi deildar í dómnefnd um hæfi Björns Marteinssonar til að gegna starfi dósents við u&b skor skv. samningi við Rb

U&b leggur til að Júlíus Sólnes verði skipaður fulltrúi deildar í dómnefnd. Samþykkt einróma.

5. Umsögn um drög að jafnréttisstefnu HÍ

Drögin voru rædd og komu fram fáeinar athugasemdir. Deildarforseta var falið að semja umsögn með hliðsjón af umræðunum. Hann mun kynna fundarmönnum umsögnina áður en hún verður send háskólaráði.

6. Könnun meðal nýskráðra stúdenta við verkfræðideild HÍ

Gerð var könnun meðal nýskráðra stúdenta við Háskólann og spurt um hvað réði námsvali þeirra, afstöðu þeirra til skólans og fleiri atriða. Deildarforseti dreifði samantekt á svörum verkfræðistúdenta. Margt forvitnilegt kemur þarna fram og nýtast svörin m.a. til að skipuleggja kynningarstarf deildarinnar.

7. Fjárhagsyfirlit og fjárhagsáætlun

Dreift var fjárhagsyfirliti fyrstu átta mánaða ársins og niðurstöður þess ræddar. Þá var dreift fyrstu drögum að kennsluáætlun skora fyrir árið 2006 og voru skorarformenn beðnir að leiðrétta þau. Rætt var um fjárhagsáætlun 2006 og hvernig staðið verður að henni.

8. Meistaranámsnefndir

Jóhannes Loftsson, u&b
Leiðbeinendur: Bjarni Bessason og Baldvin Einarsson. Fulltrúi deildar: Sigurður Erlingsson. Samþykkt einróma.
Örvar Jónsson, v&i
Leiðbeinendur: Páll Jensson og Þorsteinn Þorsteinsson. Fulltrúi deildar: Helgi Þór Ingason. Samþykkt samhljóða.
Jóhann Líndal, v&i
Leiðbeinendur: Guðmundur R. Jónsson, Páll Jensson og Guðjón Þorkelsson. Fulltrúi deildar: Ólafur Pétur Pálsson. Samþykkt samhljóða.

9. Umsókn um doktorsnám

Lögð var fram umsókn Gísla Hreins Halldórssonar um doktorsnám við r&t ásamt námsáætlun. Vísindanefnd hefur samþykkt umsóknina og námsáætlunina fyrir sitt leyti. Lagt er til að umsjónarnefnd verði skipuð þeim Önnu Soffíu Hauksdóttur, Rolf Johansson, prófessor við Lundarháskóla og Sven Þ. Sigurðssyni. Eftir stuttar umræður var umsókn Gísla samþykkt einróma, ásamt námsáætlun hans og skipun umsjónarnefndar.

10. Önnur mál

10.1 World Energy Council

Valdimar K. Jónsson hefur verið fulltrúi verkfræðideildar í World Energy Council. Valdimar er kominn á eftirlaun og var samþykkt samhljóða að tilnefna í stað hans Pál Valdimarsson sem fulltrúa í ráðinu.

10.2 Orkuþing

Orkuþing var haldið árið 2001 og er nú stefnt að því að halda annað slíkt haust 2006. Samorka, samtök raforku-, hita- og vatnsveitna, stendur að orkuþingum. Verkfræðideild hefur verið með innlegg í orkuþing og er óskað eftir því að deildin tilnefndi fulltrúa í nefnd til að undirbúa þingið. Eftir nokkrar umræður var samþykkt einróma að tilnefna þá Egil B. Hreinsson og Ólaf Pétur Pálsson.

10.3 Aðstaða nemenda í VR-II

Lagðar voru fram óskir nemenda um bætta aðstöðu.

Málin voru rædd og voru menn sammála um að reyna að koma til móts við þessar óskir.

10.4 Framráðning aðjúnkta í u&b og r&t

Samþykkt var samhljóða ósk u&b um að framráða Baldvin Einarsson, Jónas Þór Snæbjörnsson og Þorstein Þorsteinsson aðjúnkta til tveggja ára frá og með 1. september sl., og Hauk J. Einarsson frá og með 1. júlí sl. Einnig var samþykkt að framráða Gunnar H. Pálsson aðjúnkt frá 1. september sl. til 31. desember nk. en hann verður sjötugur 17. desember nk.

Samþykkt var samhljóða að framráða Hákon Guðbjartsson og Trausta Þórmundsson aðjúnkta við r&t til tveggja ára frá 1. febrúar sl. og þá Finn Pálsson og Magnús Kristbergsson frá 1. september sl.

Fleira gerðist ekki.