Dagskrá
Samþykkt með breytingum á liðum 2.3 og 4.1.
Rektor mun funda vikulega með menntamálaráðherra í vetur og kynna m.a. rannsóknir í Háskólanum. Skorarformenn voru beðnir að tilgreina rannsóknir sem fallnar væru til kynningar.
Formaður VFÍ og einn stjórnarmaður koma á morgun til samráðsfundar. Deildarforseti bauð deildarráðsmönnum að sitja fundinn, þeim sem það vildu.
Fulltrúar u&b í fastanefndum verða þeir sömu og í fyrra, það er Trausti Valsson í kynningarnefnd, Bjarni Bessason í vísindanefnd og Sigurður Erlingsson í kennslunefnd.
Miklar umræður urðu um reglurnar og var drepið á ýmis atriði sem fundarmönnum þótti ástæða til að orða skýrar. Að lokum var deildarforseta falið að skrifa drög að umsögn og bera hana undir aðra í deildarráði.
Opin kerfi bjóða 2 milj. kr. styrk til fjögurra nemenda í meistaranámi. Skorir voru beðnar að tilnefna einn meistaranema hver til að hljóta styrkinn.
Tölvunarfræðiskor leggur til að skipaðar verði meistaranefndir með eftirfarandi nemendum:
Þessi tillaga var samþykkt einróma.
Lagðar voru fram til kynningar reglur raunvísindadeildar um skil og frágang 4. árs, B.S. og M.S. ritgerða og fyrirmynd v&i af meistararitgerð í tex formi.
Formaður u&b hefur ritað deildarráði bréf með eindregnum mótmælum skorarfundar við þeim breytingum á orðalagi auglýsingar, sem deildarráð samþykkti á síðasta fundi í bága við vilja skorarinnar.
Eftir nokkrar umræður var borin upp tillaga um að úr auglýsingunni yrði felldur liðurinn "ráðið til fimm ára með möguleika á framlengingu". Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2.
Formaður r&t lýsti því yfir að með þessari samþykkt væri r&t óbundin deildarráði um orðalag á auglýsingum sínum og myndi ekki bera þær undir deildarráð. Deildarforseti mótmælti því að þessi skilningur væri lagður í samþykkt deildarfundar.
Á fundinn komu þeir Kenneth Breiðfjörð og Andri Kristinsson frá Stúdentaráði til að ræða óánægju stúdenta með kynningu og framkvæmd á breytingum á 3. hæð VR-II. Þar á að stúka af sérrými fyrir meistaranema verkfræðideildar og fækkar því borðum B.S. nemenda eitthvað. Rætt var um að fyrirkomulagi á bókasafninu mætti breyta nokkuð svo að fækkun borðanna yrði ekki tilfinnanleg. Eftir nokkrar umræður var Sigurði Brynjólfssyni og Bjarna Bessasyni falið að hafa hönd í bagga með framkvæmdunum.