255. deildarráðsfundur

Dagskrá

255. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn miðvikudaginn 31. ágúst 2005, í fundaherbergi VR-II, 257, og hófst kl. 12:20.

Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Bjarni Bessason, Fjóla Jónsdóttir, Jóhannes R. Sveinsson og Ebba Þóra Hvannberg. Fulltrúar nemenda: Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, tölv, Helgi Barðason, u&b og Valur Fannar Þórsson r&t. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

1. Fundargerð síðasta fundar

Engar athugasemdir.

2. Til kynningar

2.1 Ný störf á skrifstofu deildar

Auglýst hafa verið tvö störf verkefnisstjóra á deildaskrifstofu verkfræði- og raunvísindadeilda.

2.2 Rannsóknasjóður – Umsóknir.

Deildarforseti minnti á umsóknir í Tækniþróunarsjóð en umsóknarfrestur er til 15. september n.k.

2.3 Oracle og Lotus Notes.

Ítreka þarf að deildarráðsmenn tengist Oracle og Lotus Notes.

2.4 Gæðakerfi

Deildarforseti dreifði drögum að vinnureglum/verkferlum í gæðakerfi deildar fyrir hin ýmsu verksvið deildarinnar, t.d. umsókn og skráningu doktorsnema, gerð stundaskrár, fyrirspurnir, erindi og kvartanir.

3. Kosning í nefndir deildar; vísinda-, kynningar og kennslunefnd

Deildarforseti upplýsti um og las upp erindisbréf ofangreindra þriggja nefnda sem sent var til deildarráðs og nefndarmanna á árinu 2003.

Eftirtaldir hafa verið tilnefndir í umræddar nefndir:

Gæðanefnd deildar: Þá var rifjað upp að í gæðanefnd deildar eru: Deildarforseti Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, varadeildarforseti, Helgi Þór Ingason, dósent, Pálmi Jóhannesson, skrifstofustjóri, auk Ólafs Jakobssonar, tæknifræðings, sem er starfsmaður nefndarinnar.

Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor mun tilkynna á næsta deildarráðsfundi hverjir verða fulltrúar hennar í nefndunum.

4. Ný störf við verkfræðideild (u&b, v&i, r&t)

4.1 Nýtt starf í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor

Bjarni Bessason, formaður u&b, lagði fram tillögu að auglýsingu um starf. Rætt var mikið um orðalag, hvort standa eigi í auglýsingunni að „ráðið sé tímabundið til 5 ára“ eða ekki og svo hins vegar á öðrum stað í auglýsingunni, hvort orðalagið verði; ... „skor óskar eftir að ráða háskólakennara, (lektor, dósent eða prófessor), það er hvort sleppa megi því sem stendur innan svigans. U&b-skor hafði samþykkt að leggja til að sleppa orðalaginu „tímabundið til 5 ára“.

Breytingartillaga kom fram frá formanni r&t-skorar um að orðalagið „ráðið verði í starfið til 5 ára með möguleika á framlengingu“, standi í auglýsingunni.

Breytingartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2 í deildarráði.

4.2 Samstarfssamningur verkfræðideildar/umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins

Skorarformaður kynnti drögin að samningnum sem er samstarfssamningur um ráðningu í 50% starf dósents við u&b-skor þar sem ráðinn verði sérfræðingur hjá Rb á sviði eðlisfræði húsa og húsagerð.

Samþykkt að skorarformaður og deildarforseti gangi frá málinu. Rb greiðir 50% af 43% (rannsóknahluta starfsins) eða 21,5% launa miðað við fullt starf.

4.3 Samstarfssamningur verkfræðideildar/umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar og Siglingastofnunar Íslands

Samningurinn felur í sér að Siglingastofnun (sérfræðingur frá Siglingastofnun) taki að sér kennslu í námskeiðinu Hafnargerð – 08.12.34.

4.4 Starfslokasamningar

Rætt var um að starfslokasamningar sem gerðir hafa verið að undanförnu við kennara deildarinnar og aðrir slíkir samningar sem kunna að verða gerðir, verði kynntir í deildarráði.

5. Stefnumótun deildar – vinnuhópur

Deildarforseti gerði grein fyrir stefnumótunarfundinum sem haldinn var 25. ágúst sl. og tókst ágætlega.

Samþykkt hafði verið á fundinum að tveir frá hverri skor, auk deildarforseta, myndi vinnuhóp um stefnumótun deildar. Frá hverri skor verður skorarformaður auk annars kennara, (tveir frá tölvunarfræðiskor). Í hópnum verða: Deildarforseti Sigurður Brynjólfsson, Bjarni Bessason og Sigurður Magnús Garðarsson frá u&b-skor, Fjóla Jónsdóttir og Helgi Þór Ingason frá v&i-skor, Jóhannes Rúnar Sveinsson og Jón Atli Benediktsson frá r&t-skor og Ebba Þóra Hvannberg, Magnús Már Halldórsson og Jóhann P. Malmquist frá tölvunarfræðiskor.

6. Háskólasjóður Eimskips – Umsögn

Deildarforseti gerði ýmsar athugasemdir við drög að úthlutunarreglum varðandi styrki úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Miklar umræður urðu um drögin.

Frestað til næsta fundar.

7. Styrkveiting MS-nema – HP

Frestað til næsta fundar.

8. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 14:00.
Jón Guðmar Jónsson