Dagskrá
255. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn miðvikudaginn 31. ágúst 2005, í fundaherbergi VR-II, 257, og hófst kl. 12:20.
Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Bjarni Bessason, Fjóla Jónsdóttir, Jóhannes R. Sveinsson og Ebba Þóra Hvannberg. Fulltrúar nemenda: Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, tölv, Helgi Barðason, u&b og Valur Fannar Þórsson r&t. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Engar athugasemdir.
Auglýst hafa verið tvö störf verkefnisstjóra á deildaskrifstofu verkfræði- og raunvísindadeilda.
Deildarforseti minnti á umsóknir í Tækniþróunarsjóð en umsóknarfrestur er til 15. september n.k.
Ítreka þarf að deildarráðsmenn tengist Oracle og Lotus Notes.
Deildarforseti dreifði drögum að vinnureglum/verkferlum í gæðakerfi deildar fyrir hin ýmsu verksvið deildarinnar, t.d. umsókn og skráningu doktorsnema, gerð stundaskrár, fyrirspurnir, erindi og kvartanir.
Deildarforseti upplýsti um og las upp erindisbréf ofangreindra þriggja nefnda sem sent var til deildarráðs og nefndarmanna á árinu 2003.
Eftirtaldir hafa verið tilnefndir í umræddar nefndir:
Gæðanefnd deildar: Þá var rifjað upp að í gæðanefnd deildar eru: Deildarforseti Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, varadeildarforseti, Helgi Þór Ingason, dósent, Pálmi Jóhannesson, skrifstofustjóri, auk Ólafs Jakobssonar, tæknifræðings, sem er starfsmaður nefndarinnar.
Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor mun tilkynna á næsta deildarráðsfundi hverjir verða fulltrúar hennar í nefndunum.
Bjarni Bessason, formaður u&b, lagði fram tillögu að auglýsingu um starf. Rætt var mikið um orðalag, hvort standa eigi í auglýsingunni að „ráðið sé tímabundið til 5 ára“ eða ekki og svo hins vegar á öðrum stað í auglýsingunni, hvort orðalagið verði; ... „skor óskar eftir að ráða háskólakennara, (lektor, dósent eða prófessor), það er hvort sleppa megi því sem stendur innan svigans. U&b-skor hafði samþykkt að leggja til að sleppa orðalaginu „tímabundið til 5 ára“.
Breytingartillaga kom fram frá formanni r&t-skorar um að orðalagið „ráðið verði í starfið til 5 ára með möguleika á framlengingu“, standi í auglýsingunni.
Breytingartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2 í deildarráði.
Skorarformaður kynnti drögin að samningnum sem er samstarfssamningur um ráðningu í 50% starf dósents við u&b-skor þar sem ráðinn verði sérfræðingur hjá Rb á sviði eðlisfræði húsa og húsagerð.
Samþykkt að skorarformaður og deildarforseti gangi frá málinu. Rb greiðir 50% af 43% (rannsóknahluta starfsins) eða 21,5% launa miðað við fullt starf.
Samningurinn felur í sér að Siglingastofnun (sérfræðingur frá Siglingastofnun) taki að sér kennslu í námskeiðinu Hafnargerð – 08.12.34.
Rætt var um að starfslokasamningar sem gerðir hafa verið að undanförnu við kennara deildarinnar og aðrir slíkir samningar sem kunna að verða gerðir, verði kynntir í deildarráði.
Deildarforseti gerði grein fyrir stefnumótunarfundinum sem haldinn var 25. ágúst sl. og tókst ágætlega.
Samþykkt hafði verið á fundinum að tveir frá hverri skor, auk deildarforseta, myndi vinnuhóp um stefnumótun deildar. Frá hverri skor verður skorarformaður auk annars kennara, (tveir frá tölvunarfræðiskor). Í hópnum verða: Deildarforseti Sigurður Brynjólfsson, Bjarni Bessason og Sigurður Magnús Garðarsson frá u&b-skor, Fjóla Jónsdóttir og Helgi Þór Ingason frá v&i-skor, Jóhannes Rúnar Sveinsson og Jón Atli Benediktsson frá r&t-skor og Ebba Þóra Hvannberg, Magnús Már Halldórsson og Jóhann P. Malmquist frá tölvunarfræðiskor.
Deildarforseti gerði ýmsar athugasemdir við drög að úthlutunarreglum varðandi styrki úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Miklar umræður urðu um drögin.
Frestað til næsta fundar.
Frestað til næsta fundar.
Engin önnur mál.