Dagskrá
Samþykkt.
Dreift var yfirliti yfir stöðuna og farið yfir helstu liði.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á deildaskrifstofum v&r og á þeim að vera lokið áður en kennsla hefst. Þá stendur til að auglýsa störf verkefnisstjóra kynningarmála og fjármála við verkfræðideild auk hálfs starfs fulltrúa í móttöku. Kynnt var orðalag auglýsinga á störfunum.
Kennsla hefst mánudag 29. ágúst nk. Nýnemar hafa verið boðaðir á fund með deildarforseta og kennurum kl. 9 sama morgun.
Deildarforseti kynnti erindi frá Guðrúnu Bachmann, kynningarstjóra HÍ. Á menningarnótt, 20. ágúst nk., fer af stað samstarf vísindamanna við HÍ og listamanna frá Klink og Bank. Samstarfið stendur í 9 mánuði og lýkur með sýningu á því sem upp úr því sprettur. Deildarforseti bað skorarformenn að benda á einhvern úr röðum sinna skora til að taka þátt í þessu samstarfi. Fyrsti fundur þeirra sem taka þátt í verkefninu er á morgun, 10. ágúst.
Gunnar Björgvinsson í Lúxemborg, hefur ákveðið að styrkja tvo doktorsnema í nanófræðum um 50.000 dali á ári næstu þrjú ár.
Á háskólahátíð í október næstkomandi verður einn af kennurum Háskólans heiðraður fyrir afburðakennslu. Deildarforseti óskaði eftir ábendingu frá fundarmönnum um kennara í verkfræðideild sem verðskulduðu þennan heiður.
Kynnt var orðalag auglýsingar á starfi kennara í umhverfisfræðum við u&b. Nokkrar umræður urðu um málið og komu fram ábendingar um breytta framsetningu.
Kynnt var ósk u&b um heimild til að ráða kennara í húsatækni í 49% starf. Skorin hyggst afla styrks til að standa undir starfinu.
Kynnt var ósk v&i um heimild til að ráða kennara í hálft starf í flutningafræðum við skorina. Málið verður tekið upp síðar í deildarráði.