253. deildarráðsfundur

Dagskrá
- Stund: Miðvikudagur 11. maí 2005 kl. 13:10 - 15:25.
- Staður: Fundarherbergið í VR-II.
- Viðstaddir: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Jónas Elíasson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson, Valur Fannar Þórsson. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Samþykkt með leiðréttingu á misritun á nafni Vals Fannars sem er Þórsson og með orðalagsbreytingu í 6. lið. Í stað "Lögð var fram umsókn Mathieus Fauvels" komi "Fjallað var um umsókn Mathieus Fauvels".
Ráðning Guðmundar R. Jónssonar í starf framkvæmdastjóra rekstrar- og framkvæmdasviðs hefur verið framlengd til ársloka 2006 og að því loknu á Guðmundur rétt á rannsóknamisseri. V&i hefur óskað eftir framlengingu á ráðningu Birgis í þrjú ár.
Deildarforseti sagði frá auglýsingum um nám við verkfræðideild sem birtar hafa verið í blöðunum og vefmiðlum.
Deildarforseti fór yfir stöðuna eftir fyrstu fjóra mánuði ársins. Fjárhagurinn virðist í góðu lagi en efasemdir voru um að launatölur stæðust; þær eru talsvert lægri en sömu mánuði í fyrra.
Eftirfarandi tillögur að skipan meistaranámsnefnda voru samþykktar samhljóða:
V&i:
- Daði Halldórsson
- Leiðbeinendur Fjóla Jónsdóttir og Glenn Beltz, prófessor við UCSB. Fulltrúi deildar Magnús Þór Jónsson.
- Leifur Arnar Kristjánsson
- Leiðbeinendur Guðmundur R. Jónsson og Jón Ágúst Þorsteinsson, Ph.D, forstjóri Marorku. Fulltrúi deildar Ólafur Pétur Pálsson.
- Olena Babak
- Leiðbeinendur Birgir Hrafnkelsson og Ólafur Pétur Pálsson. Fulltrúi deildar Gunnar Stefánsson.
- Snorri Árnason
- Leiðbeinendur Birgir Hrafnkelsson og Ólafur Pétur Pálsson. Fulltrúi deildar Óli Grétar Blöndal Sveinsson, Ph.D.
R&t
- Jón Skírnir Ágústsson
- Leiðbeinendur Jón Tómas Guðmundsson og Sveinn Ólafsson. Fulltrúi deildar Snorri Þorgeir Ingvarsson.
- Jón Ævar Pálmason
- Leiðbeinendur Jón Atli Benediktsson og Jóhannes R. Sveinsson. Fulltrúi deildar Jocelyn Chanussot, dósent við háskólann í Grenoble.
- Stefán Orri Stefánsson
- Leiðbeinendur Jón Atli Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir, Dipl.-Ing. Fulltrúi deildar Jóhannes R. Sveinsson.
Tölvunarfræði
- Guðjón Vilhjálmsson
- Leiðbeinendur Jóhann P. Malmquist og Helgi Þorbergsson. Fulltrúi deildar Tómas Philip Rúnarsson.
- Guðlaugur Kr. Jörundsson
- Leiðbeinendur Jóhann P. Malmquist og Helgi Þorbergsson. Fulltrúi deildar Indriði Indriðason, lektor við Félagsvísindadeild.
- My Appelgren
- Leiðbeinendur Ebba Þóra Hvannberg og Jóhann P. Malmquist. Fulltrúi deildar Snorri Agnarsson.
Doktorsnám Mathieus Fauvels var aftur tekið til umræðu. Námið verður undir sameiginlegri umsjón háskólans í Grenoble (INPG) og verkfræðideildar HÍ. Miklar umræður urðu um þetta efni, sameiginlega umsjón með námi og sameiginlegar gráður og kröfur til doktorsnema. Lagt var fram uppkast að samningi INPG og verkfræðideildar um sameiginlega umsjón með námi Fauvels. Að umræðum loknum var samningsuppkastið og doktorsnám Fauvels skv. því borið upp og samþykkt samhljóða.
Gögn um fjögurra missera 45 eininga meistaranám í verkefnastjórnun voru lögð fram. Málið verður borið upp á fundi háskólaráðs á morgun. Deildarforseti kynnti
- námsáætlunina
- fjárhagsáætlun
- samþykktir fyrir námið
- yfirlýsingu um samstarf við Nordica ráðgjöf ehf.
- þjónustusamning við Endurmenntunarstofnun HÍ
- samkomulagsdrög verkfræðideildar og Nordica
Um málið urðu mjög miklar umræður og fram komu ýmsar athugasemdir. Þess var óskað að bókaður yrði sá skilningur deildarforseta á 1. grein samþykktar fyrir meistaranám í verkefnastjórnun að það væri deildin sem skipulegði námið og gerði alla samninga varðandi það. Að því loknu voru námsáætlun, fjárhagsáætlun og samþykktir bornar upp og samþykktar samhljóða með lítilsháttar orðalagsbreytingum.
Formaður u&b lagði fram
- drög að samningi verkfræðideildar við Björn Karlsson um 37% dósentsstarf við u&b, háð því að hann fái hæfnisdóm
- drög að samningi verkfræðideildar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands um styrk til rannsókna á sviði brunavarna.
- tillögu um að fulltrúi deildar í dómnefnd um hæfi Björns Karlssonar verði Ragnar Sigbjörnsson, prófessor.
Þessi erindi voru samþykkt samhljóða.
Fleira gerðist ekki.