252. deildarráðsfundur

Dagskrá

1. Fundargerð síðasta fundar

Athugasemd við 6.1:
Helgi Þorbergsson fari í rannsóknarmisseri H-05 og V-06.

Athugasemd við 6.5:
Deildarforseti samþykkti að taka málið upp sem sérstakan dagskrárlið á næsta fundi vegna þess að tveir deildarráðsmenn höfðu vikið af fundi þegar það var tekið fyrir.

2. Til kynningar

2.1 Námsbrautir í Fjöltækniskóla Íslands

Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, hefur kynnt nýjar námsbrautir skólans fyrir deildarforseta.

2.2 Skipun meistaraprófsnefndar

Netskorarfundur samþykkti skipun meistaraprófsnefndar fyrir Dorj Purevsuren.
Leiðbeinendur: Páll Valdimarsson og Lárus Elíasson.
Fulltrúi deildar: Geir Þórólfsson.

2.3 Stefnumótunarfundur

Deildarforseti minnti deildarráðsmenn á stefnumótunarfund deildarinnar 3. maí.

2.4 Samráðsfundur verkfræði- og raunvísindadeilda

Samráðsfundur deildarráða verkfræðideildar og raunvísindadeildar, sem deildarforseti verkfræðideildar bauð til, þótti takast vel.

2.5 Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði

Deildarforseti kynnti þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði. Markmið setursins er að byggja upp grunnrannsóknir á Íslandi á sviðum stærðfræðilegrar kjarnasviða í tölvunarfræði.

3. Skrifstofa deildar og samstarf við raunvísindadeild

Deildarráðsmenn ræddu um breytingar á húsnæði deildarskrifstofu og og möguleika á viðbyggingu framan við nyrðri inngang VR-II.

4. Stefnumótun - handbók deildar

Deildarforseti kynnti deildarráðsmönnum skjalastýringu í fyrirhugaðri gæðahandbók deildarinnar.

5. Fjármál deildar

Deildarforseti dreifði yfirliti um fjárhagsstöðu deildar og skora á fyrsta ársfjórðungi.

6. Framhaldsnám - Ph.D.- og M.S.-nemar og nefndir

Samþykkt var umsókn Kolbrúnar Þóru Oddsdóttur um meistaranám í umhverfisfræðum við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor. Umsjónarkennar eru Birgir Jónsson og Trausti Valsson.

Fjallað var um umsókn Mathieu Fauvel um tvöfalda doktorsgráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði við verkfræðideild H.Í. og Grenoble National Polytechnical Institute (INPG). Umræðum var frestað þegar skorarformaður rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar varð að víkja af fundi vegna kennslu.

Skipun nefnda um meistaranám í tölvunarfræðiskor:

Gyða Atladóttir
Aðalleiðbeinandi: Ebba Þóra Hvannberg.
Meðleiðbeinandi: Sigrún Gunnarsdóttir.
Fulltrúi deildar: Hjálmtýr Hafsteinsson.

Haukur Þorgeirsson
Aðalleiðbeinandi: Magnús Már Halldórsson.
Meðleiðbeinandi: Hans Þormar.
Fulltrúi deildar Hjálmtýr Hafsteinsson.

Kristinn Sigurðsson
Aðalleiðbeinandi: Helgi Þorbergsson.
Meðleiðbeinandi: Þorsteinn Hallgrímsson.
Fulltrúi deildar Hjálmtýr Hafsteinsson.

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, meistarapróf í umhverfisfræðum.
Aðalleiðbeinandi Helgi Þorbergsson.
Meðleiðbeinandi: Kristinn Einarsson.
Fulltrúi deildar Jónas Elíasson