Dagskrá
Athugasemd við 6.1:
Helgi Þorbergsson fari í rannsóknarmisseri H-05 og V-06.
Athugasemd við 6.5:
Deildarforseti samþykkti að taka málið upp sem sérstakan dagskrárlið á næsta fundi vegna þess að tveir deildarráðsmenn höfðu vikið af fundi þegar það var tekið fyrir.
Jón B. Stefánsson, skólameistari Fjöltækniskóla Íslands, hefur kynnt nýjar námsbrautir skólans fyrir deildarforseta.
Netskorarfundur samþykkti skipun meistaraprófsnefndar fyrir Dorj Purevsuren.
Leiðbeinendur: Páll Valdimarsson og Lárus Elíasson.
Fulltrúi deildar: Geir Þórólfsson.
Deildarforseti minnti deildarráðsmenn á stefnumótunarfund deildarinnar 3. maí.
Samráðsfundur deildarráða verkfræðideildar og raunvísindadeildar, sem deildarforseti verkfræðideildar bauð til, þótti takast vel.
Deildarforseti kynnti þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði. Markmið setursins er að byggja upp grunnrannsóknir á Íslandi á sviðum stærðfræðilegrar kjarnasviða í tölvunarfræði.
Deildarráðsmenn ræddu um breytingar á húsnæði deildarskrifstofu og og möguleika á viðbyggingu framan við nyrðri inngang VR-II.
Deildarforseti kynnti deildarráðsmönnum skjalastýringu í fyrirhugaðri gæðahandbók deildarinnar.
Deildarforseti dreifði yfirliti um fjárhagsstöðu deildar og skora á fyrsta ársfjórðungi.
Samþykkt var umsókn Kolbrúnar Þóru Oddsdóttur um meistaranám í umhverfisfræðum við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor. Umsjónarkennar eru Birgir Jónsson og Trausti Valsson.
Fjallað var um umsókn Mathieu Fauvel um tvöfalda doktorsgráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði við verkfræðideild H.Í. og Grenoble National Polytechnical Institute (INPG). Umræðum var frestað þegar skorarformaður rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar varð að víkja af fundi vegna kennslu.
Gyða Atladóttir
Aðalleiðbeinandi: Ebba Þóra Hvannberg.
Meðleiðbeinandi: Sigrún Gunnarsdóttir.
Fulltrúi deildar: Hjálmtýr Hafsteinsson.
Haukur Þorgeirsson
Aðalleiðbeinandi: Magnús Már Halldórsson.
Meðleiðbeinandi: Hans Þormar.
Fulltrúi deildar Hjálmtýr Hafsteinsson.
Kristinn Sigurðsson
Aðalleiðbeinandi: Helgi Þorbergsson.
Meðleiðbeinandi: Þorsteinn Hallgrímsson.
Fulltrúi deildar Hjálmtýr Hafsteinsson.
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, meistarapróf í umhverfisfræðum.
Aðalleiðbeinandi Helgi Þorbergsson.
Meðleiðbeinandi: Kristinn Einarsson.
Fulltrúi deildar Jónas Elíasson