251. deildarráðsfundur

Dagskrá

251. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn miðvikudaginn 16. mars 2005 í VR-257 og hófst kl. 12:20.

Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Jónas Elíasson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson og Helgi Þorbergsson. Fulltrúar nemenda: Andri H. Kristinsson, Kenneth Breiðfjörð og Hulda Hallgrímsdóttir. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Til kynningar

2.1 Heimasíða deildar er í vinnslu.Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor fékk sérstakt hrós frá deildarforseta fyrir sína vefsíðu.

2.2 Staða starfa við deildina sem eru í vinnslu.

a) Kennarastarf við véla- og iðnaðarverkfræðiskor.
Kennarastarf í varma- og straumfræði. Dómnefndarálit er í skor.

b) Kennarastarf við véla- og iðnaðarverkfræðiskor.
Nýtt starf. Tvær umsóknir frá Tómasi Philip Rúnarssyni og Kristjáni Jónassyni.

c) Kennarastarf í rafmagns- og tölvuverkfræðiskor.
Nýtt starf. Dómnefndarálit til umfjöllunar í skor.

d) Kennarastarf í tölvunarfræðiskor.
Umsækjendur eru fimm. Þar af hafa tveir gert athugasemdir við dómnefndarálitið. Athugasemdir eru til umfjöllunar í dómnefnd.

2.3 Skrifstofa deilda – Aðstaða.
Deildarforseti skýrði frá því að hann hefði fengið arkitekt til að gera tillögur um breytingar á húsnæði deildaskrifstofu og breytingar á öðru rými í tengslum við núverandi skrifstofuaðstöðu.

Fulltrúar stúdenta óskuðu eftir eftirfarandi bókun vegna fyrirhugaðra breytinga:

Í stað tölvuvers á 2. hæð í VR-II sem nýtt verður fyrir skrifstofu deilda, er nauðsynlegt að fullkomið þráðlaust net verði í allri byggingunni og að kennslustofur verði opnaðar sem vinnuaðstaða fyrir nemendur utan kennslutíma. Einnig að komið verði upp miðlægum vefþjóni þar sem nemendur geti nálgast nauðsynlegan sérhæfðan hugbúnað.
2.4 Gæðastarf – Handbók verkfræðideildar

Handbókin verður á netinu. Ólafur Jakobsson, tæknifræðingur, hefur verið fenginn til að vinna að handbókinni og við gæðastarfið.

2.5 Aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011

Deildarforseti hefur tilnefnt Halldór Guðjónsson sem fulltrúa deildar í ritnefnd vegna aldarafmælisins.

3. Fulltrúi í stjórn væntanlegrar námsbrautar fyrir umhverfis- og auðlindanámið (þverfaglegt)

Deildarforseti verður fulltrúi deildar í stjórn námsbrautarinnar fyrir nám í umhverfis- og auðlindafræðum.

Deildarforseti og formaður umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar munu fara ofan í nám í umhverfisfræðum við deildina/u&b-skor í tengslum við hina nýju námsbraut.

4. Stefnumótun – Handbók deildar

Deildarforseti minnti á að hann myndi boða fund um stefnumótun og gildismat deildar allan daginn þann 29. mars nk. á Hótel Sögu. Tryggvi Sigurbjarnarson hefur einnig unnið að undirbúningi.

5. Fjármál – Staðan og horfur

Deildarforseti dreifði yfirliti yfir stöðu fjármála fyrir fyrstu tvo mánuði áranna 2004 og 2005 og samanburð við áætlun áranna. Einnig dreifði hann bráðabirgðastöðu fyrir uppgjör ársins 2004 en eftir er að ganga frá millifærslum deilda. Rætt var um stöðu og horfur í fjármálum. Einnig var rætt um fyrirkomulag meistaranámsstyrkja.

6. Önnur mál

6.1 Rannsóknamisseri

Samþykkt var í samræmi við tillögur skora að:

6.2 Verkfræðistofnun – Nýkjörin stjórn

Samþykktar voru eftirtaldir fulltrúar í stjórn Verkfræðistofnunar, frá 1. jan. 2005.

Magnús Þór Jónsson er tekinn við af Jónasi Elíassyni sem formaður stjórnar Verkfræðistofnunar.

6.3 Kynning – Lok meistaranáms

Rætt var um fyrirkomulag kynningar við brautskráningu meistaranema.

6.4 Próf utan próftíma

Skorarformaður í rafmagns- og tölvuverkfræðiskor hefur óskað eftir samræmi við ósk kennara (Frakki) og nemenda, að próf í meistaranámskeiðinu Stafræn myndvinnsla verði haldið 23. mars (utan próftíma). Deildarráð óskaði eftir því að skorarformaður legði fram staðfestan lista yfir nemendur sem hafa óskað eftir breytingu á próftímanum.

Samþykkt að halda prófið þann 23. mars að uppfylltum framangreindumskilyrðum.

6.5 Mat á Cand Scient-námi í M.S. nám

Deildarforseti samþykkti að taka málið upp sem sérstakan dagskrárlið á næsta fundi vegna þess að tveir deildarráðsmenn höfðu vikið af fundi þegar það var tekið fyrir.

6.6 Kennarastarf við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor

Kennarastarf við u&b-skor, sem auglýst hefur verið, þarf að endurskilgreina og auglýsa aftur.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 14.00.
Jón Guðmar Jónsson