250. deildarráðsfundur

Dagskrá

Þetta gerðist:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Til kynningar

2.1 Kjör skorarformanna

Skorarformenn á skv. reglum HÍ að kjósa fyrir 1. febrúar. Deildarforseti óskaði eftir því að þær skorir, sem ættu eftir að kjósa sér formann, gengju frá því í snatri. Sama á við um sviðsstjóra á verkfræðistofnun. Skorarformenn voru beðnir að ganga frá kjöri þeirra sem allra fyrst.

2.2 Árbók Háskólans

Verið er að kalla eftir efni deilda í Árbók HÍ. Skorarformenn voru beðnir að skila því sem að þeim sneri til skrifstofunnar.

2.3 Starf við v&i

Starf við v&i hefur verið auglýst aftur og nú opið en enginn sótti um þegar það var auglýst síðast. Fundið var að því að texti auglýsingarinnar hefði ekki verið borinn undir deildarráð.

2.4 Umsóknarfrestur í rannsóknanámssjóð

Umsóknarfrestur í Rannsóknarnámssjóð rennur út 15. febrúar og frestur til að skila inn framtali vegna ársmats rennur út 1. mars. Deildarforseti skoraði á menn að skila kappsamlega inn umsóknum og framtölum.

2.5 Stefna gegn mismunun

Nefnd deildar, sjá fundargerð 245. deildarráðsfundar, hefur rætt drög háskólans um stefnuna í þessum málum. Nefndin sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við hana.

2.6 Stigamat vegna rannsókna og kennslu

Deildarforseti ræddi hugmyndir um breytingar á stigamati fyrir kennslu þannig að þeim sem kenndu umfram lágmark yrði umbunað.

2.7 M.S.-nám í umhverfis- og auðlindafræðum

Þessi mál eru komin á nokkurn rekspöl. Deildarforseti kynnti drög að nýju fyrirkomulagi á þverfaglegu námi í umhverfis og auðlindafræðum.

2.8 Fjármál

Fram kom ósk um að dreift yrði samanburðaryfirliti yfir rekstur deildar og skora, eins og lögð voru fram á deildarráðsfundum síðustu tvö ár. Deildarforseti benti á að samantektir af þessu tagi væru nú fáanlegar úr Oracle kerfinu. Þá var gagnrýnt að fjárhagsáætlun verkfræðistofnunar hefði ekki verið lögð fram þótt deildarráð hefði kallað eftir henni. Jónas Elíasson var beðinn að ganga í málið.

3. Önnur mál

3.1 Skipun nefnda um meistaranám
Steinar Ríkharðsson í v&i
Leiðbeinendur Páll Valdimarsson og Ólafur Árnason. Fulltrúi deildar verði Sigurður M. Garðarsson.
Bergþór Ævarsson í r&t
Leiðbeinendur eru Anna Soffía Hauksdóttir og Sven Þ. Sigurðsson. Fulltrúi deildar verði Jón Atli Benediktsson.
3.2 Kynningarmál

Nemendur byrja kynninguna í framhaldsskólum 21. febrúar næstkomandi. Skorarformenn fá á næstu dögum í hendur efnið sem notað verður við kynninguna.

3.3 Samningur um kostun 37% kennarastöðu við u&b

Dreift var til kynningar drögum að samningi Háskólans, Slökkviliðsins og Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Tveir síðartöldu aðilarnir hafa samþykkt að greiða um það bil helming af kostnaði við 37% starf dósents við u&b.

4. Stefnumótun deildar

Tryggvi Sigurbjarnason kom á fundinn undir þessum lið en hann hefur verið fenginn til að leiða stefnumótunarstarf deildarinnar til lykta.
Tryggvi rakti hvernig best væri að haga starfinu. Hver skor ætti að semja eigin stefnumótun. Síðan yrði haldinn tveggja daga ræsfundur og þar yrðu línurnar lagðar. Áfram yrði unnið að málinu í nokkrar vikur og þá haldinn sameiginlegur fundur og sjónarmiðin samræmd. Að því loknu væri hægt að gefa út stefnumótun deildar og einstakra skora. Tryggvi fór yfir þá þætti sem huga þarf að við mótun stefnu, s.s. skipulagningu áætlunargerðar, gildismat, hlutverk, framtíðarsýn, stöðumat, sóknaráætlun og framkvæmd. Stefnan þarf að byggjast á umhverfisgreiningu og verður að vera hægt að árangursmæla. Mjög miklar umræður urðu um efnið. Ákveðið var að halda deildarfund miðvikudaginn 23. febrúar nk. kl. 12.30-17.00. Þar mun Tryggvi fara yfir alla þætti stefnumótunar og deildin verður virkjuð í átakið.