Dagskrá
249. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn miðvikudaginn 26. janúar 2005 í VR-257 og hófst kl. 12:20.
Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Júlíus Sólnes, Ólafur Pétur Pálsson,
Jóhannes R. Sveinsson og Helgi Þorbergsson. Fulltrúar nemenda: Kenneth Breiðfjörð, Hulda Hallgrímsdóttir og Andri H. Kristinsson. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt með breytingum á 5. dagskrárlið.
Ingjaldur Hannibalsson mun kynna málið á vegum rektors í deildinni. Málið verður kynnt á næsta deildarfundi.
Stefnumótunarhugmyndir hafa verið sendar til deilda Háskólans. Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, mun vinna að því máli með deild.
Deildarforseti vinnur að gæðakerfi deildar, í samræmi við ISO-9001, í samráði við skorir og nemendur deildar.
Unnið er að kynningarmálum deildar. Nemendur deildar eru byrjaðir að kynna deildina og námið í framhaldsskólum.
Gera þarf ráð fyrir miklu meira plássi í Öskju en upphaflega var gert ráð fyrir þar vegna námskynningarinnar þann 27. febrúar n.k.
Deildarforseti og skrifstofustjóri hafa verið að fara yfir störf sem unnin eru á deildarskrifstofunni í ljósi mannabreytinga sem eru fyrirhugaðar á deildarskrifstofu, en Lilja hyggst láta af störfum í sumar.
Deildarforseti hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir deildarforseta raunvísindadeildar varðandi fyrirkomulag deildarskrifstofu og hugsanlegar breytingar á því.
Dreift var yfirliti ársins 2004 eins og staðan er nú. Ýmsar millifærslur eru ófærðar. Yfirlitið var tekið úr bókhaldinu þann 25. janúar.
Deildarforseti dreifði drögum að umsögn um frumvarp til laga um afnám laga nr. 53/2002 um Tækniháskóla Íslands, með síðari breytingum. Farið var yfir drögin og gerðar athugasemdir. Deildarforseti mun gera breytingar og senda til deildarráðs.
Rætt var um æskilegar og/eða nauðsynlegar kröfur sem ætti að gera til nemenda til að heimila þeim innritun í verkfræðideild. Vekja þarf athygli væntanlegra nemenda í því að æskilegt er að þeir hafi a.m.k. 24e í stærðfræði (21e, þeir sem hyggjast innritast í tölvunarfræði), til að geta gert ráð fyrir því að þeir uppfylli kröfur til að geta ráðið við nám í verkfræðideild.
Deildarráð verkfræðideildar vill fá að fara yfir undanþáguumsóknir frá stúdentsprófi en frá og með samþykkt háskólaráðs frá janúar 2004 fara þær umsóknir ekki lengur til deilda.
Rætt var um framvindukröfur.
Rætt var um nauðsynlega undanfara fyrir nám/námskeið í deildinni.
Vísað til kennslunefndar til nánari útfærslu.
Eftirfarandi meistaranámsnefndir voru samþykktar:
Eftirfarandi ákvörðun um meistaranámsnefnd var frestað:
Samþykkt einróma að Oddur Benediktsson verði formaður dómnefndar um kennarastarf í tölvunarfræði. Umsækjendur um starfið voru fimm: Anna Ingólfsdóttir, Ágúst S. Egilsson, Bjarni V. Halldórsson, Kristján Jónasson og Patrik O. Brian Holt.
Formaður u&b-skorar óskaði eftir því að ráða í hlutastarf kennara í brunaverkfræði og að skipuð verði dómnefnd þar sem Ragnar Sigbjörnsson yrði formaður og að hugsanlega yrði bent á tvo erlenda sérfræðinga til að vera í dómnefndinni.
Fyrirhugað er að ráða Björn Karlsson, brunamálastjóra, í starfið.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki deildarráð á samningi milli deildar og Brunamálastofnunar um málið.
Formaður r&t-skorar þurfti að fara af fundi eftir þennan dagskrárlið.
Samþykkt einróma að Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor, leiðbeinandi Hallmars verði formaður doktorsnámsnefndarinnar og aðrir í nefndinni verði Helgi Þór Ingason, dósent og Úkraínumaður, Volymydyr Yartis. Þá var námsáætlunin samþykkt einróma.
Samþykkt einróma að Steinn Guðmundsson verði doktorsnemi í tölvunarfræði við tölvunarfræðiskor.
Fyrirhuguð þátttaka deildar tengist málstofu um umhverfismál á ráðstefnunni. Ráðstefnan verður dagana 13.-15. apríl n.k.
Fyrirspurn kom frá Sigurði Erlingssyni varðandi innkomu MS-nema í deildarráð.