Dagskrá
247. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn fimmtudaginn 16. desember 2004, í fundarherbergi V-257, og hófst kl. 10:30.
Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Jónas Elíasson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson og Helgi Þorbergsson. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt með breytingum á dagskrárlið 2.2.
Verkfræðideild er aðili að "Samkomulagi að meistaranámi í upplýsingatækni á heilbrigðissviði við HÍ“. Deildin hefur samþykkt að kenna námskeiðið Hagnýt gagnasöfn skv. þessu samkomulagi. Fimm deildir Háskólans; hjúkrunarfræðideild, læknadeild, verkfræðideild, félagsvísindadeild og lyfjafræðideild eru aðilar að samkomulaginu auk þess Landspítali-Háskólasjúkrahús og University of Iowa. Gildistíminn er til loka skólaársins 2006/2007.
Beiðni þessi er hluti af fjölþjóðlegu samstarfsverkefni sem er stýrt af Bradley háskólanum í Bandaríkjunum.
Deildarforseti kynnti hugmyndir sínar um að deildin verði leiðandi í kynningu/markaðsmálum í verkfræðinámi á Íslandi og að fengin verði utanaðkomandi ráðgjöf í þessu skyni.
Deildarforseti lagði fram námsáætlun Hallmars Halldórs til doktorsnáms og bréf Vísindanefndar með athugasemdum við áætlunina.
Miklar umræður urðu um málið; námsáætlunina, reglur deildar um doktorsnám og túlkun þeirra.
Málinu frestað til næsta fundar.
Rætt var um fyrirkomulag kennslu (kennsluhætti) í námskeiðinu „Tölvunarfræði 1“ með tilliti til kostnaðar og þjónustu við nemendur.
Málinu vísað til tölvunarfræðiskorar.
Umsóknarfrestur um starf kennara (lektors eða dósents) við tölvunarfræðiskor rann út þann 8. desember síðastliðinn.
Umsækjendur voru fimm; Anna Ingólfsdóttir, Ágúst S. Egilsson, Bjarni V. Halldórsson,
Kristján Jónasson og Patrik O’Brian Holt.
Deild þarf að skipa formann dómnefndar.
Málinu frestað.
Formaður u&b-skorar lagði fram „Minnisblað“ varðandi ráðningu í starf 37% dósents til kennslu- og rannsóknastarfa en deildarráð hefur gefið vilyrði fyrir sitt leyti.
Samþykkt var tillaga um meistaranámsnefnd Birgis Pálssonar, nemanda í tölvunarfræði. Aðalleiðbeinandi er Helgi Þorbergsson, meðleiðbeinandi er Hákon Guðbjartsson, Ph.D. hjá Íslenskri erfðagreiningu og fulltrúi deildar er Hjálmtýr Hafsteinsson.