247. deildarráðsfundur

Dagskrá

247. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn fimmtudaginn 16. desember 2004, í fundarherbergi V-257, og hófst kl. 10:30.

Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Jónas Elíasson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson og Helgi Þorbergsson. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með breytingum á dagskrárlið 2.2.

2. Til kynningar (MS upplýsingatækni, heilbrigði, kynlíf, markaðsmál, ...)

2.1 MS nám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði

Verkfræðideild er aðili að "Samkomulagi að meistaranámi í upplýsingatækni á heilbrigðissviði við HÍ“. Deildin hefur samþykkt að kenna námskeiðið Hagnýt gagnasöfn skv. þessu samkomulagi. Fimm deildir Háskólans; hjúkrunarfræðideild, læknadeild, verkfræðideild, félagsvísindadeild og lyfjafræðideild eru aðilar að samkomulaginu auk þess Landspítali-Háskólasjúkrahús og University of Iowa. Gildistíminn er til loka skólaársins 2006/2007.

2.2 Beiðni um leyfi til að leggja fyrir könnun á persónuleika og viðhorfum til kynlífs

Beiðni þessi er hluti af fjölþjóðlegu samstarfsverkefni sem er stýrt af Bradley háskólanum í Bandaríkjunum.

2.3 Markaðsmál

Deildarforseti kynnti hugmyndir sínar um að deildin verði leiðandi í kynningu/markaðsmálum í verkfræðinámi á Íslandi og að fengin verði utanaðkomandi ráðgjöf í þessu skyni.

3. Doktorsnám Hallmars Halldórs (viðhengi) reglur deildar: http://brunnur.stjr.is/mrn/logogregl.nsf/nrar/reglur192002

Deildarforseti lagði fram námsáætlun Hallmars Halldórs til doktorsnáms og bréf Vísindanefndar með athugasemdum við áætlunina.

Miklar umræður urðu um málið; námsáætlunina, reglur deildar um doktorsnám og túlkun þeirra.

Málinu frestað til næsta fundar.

4. Kennsluhættir í Tölvunarfræði 1 haustið 2005

Rætt var um fyrirkomulag kennslu (kennsluhætti) í námskeiðinu „Tölvunarfræði 1“ með tilliti til kostnaðar og þjónustu við nemendur.

Málinu vísað til tölvunarfræðiskorar.

5. Dómnefnd í tölvunarfræði

Umsóknarfrestur um starf kennara (lektors eða dósents) við tölvunarfræðiskor rann út þann 8. desember síðastliðinn.

Umsækjendur voru fimm; Anna Ingólfsdóttir, Ágúst S. Egilsson, Bjarni V. Halldórsson, Kristján Jónasson og Patrik O’Brian Holt.
Deild þarf að skipa formann dómnefndar.

Málinu frestað.

6. Önnur mál

6.1. Ráðning 37% dósents við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor

Formaður u&b-skorar lagði fram „Minnisblað“ varðandi ráðningu í starf 37% dósents til kennslu- og rannsóknastarfa en deildarráð hefur gefið vilyrði fyrir sitt leyti.

6.2. Meistaranámsnefnd í tölvunarfræði

Samþykkt var tillaga um meistaranámsnefnd Birgis Pálssonar, nemanda í tölvunarfræði. Aðalleiðbeinandi er Helgi Þorbergsson, meðleiðbeinandi er Hákon Guðbjartsson, Ph.D. hjá Íslenskri erfðagreiningu og fulltrúi deildar er Hjálmtýr Hafsteinsson.

Fundi slitið kl. 14:00.
Jón Guðmar Jónsson