245. deildarráðsfundur

Dagskrá:

Miðvikudaginn 24. nóvember 2004 var haldinn fundur í deildarráði verkfræðideildar í fundarherberginu í Tæknigarði. Mætt voru Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson, Andri H. Kristinsson, Hildur Jóna Friðriksdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir og Kenneth Breiðfjörð. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með breytingu á dagskrárlið 3.

2. Til kynningar

2.1 Ársfundur verkfræðistofnunar

Verkfræðistofnun heldur ársfund sinn á föstudaginn kemur. Deildarforseti hvatti menn til að mæta og rakti dagskrá fundarins.

2.2 Kynning á ParisTech

Deildarforseti minnti á kynningu Jans Rembowskis á ParisTech. Kynningin verður í V-158 á föstudaginn kemur kl. 13.30-14.30.

2.3 Útlit kápu meistarariterða og viðurkenningarskjala

Lögð fram hugmynd að breyttu útliti kápu á meistararitgerðum og viðurkenningarskjals fyrir meistararitgerðir. Auglýsingastofa sá um þessa hönnun.

2.4 Stigamat fyrir kennslu

Dreift var plaggi frá kennslumálanefnd um stigamat fyrir kennslu. Óskað er eftir umsögn deildar. Plagginu var vísað til umræðna í skorum.

2.5 Stefna háskólans gegn mismunun

Kallað er eftir umsögn um stefnu HÍ gegn mismunun en sú stefna hefur verið sett fram í ítarlegu máli. Ákveðið var að fela Sigurði Erlingssyni, Ólafi Pétri Pálssyni og Huldu Hallgrímsdóttur að fara yfir stefnuna og leggja umsögn sína fyrir deildarráð.

2.6 Tilmæli um einingar í prófskírteinum kandídata

Kynnt voru tilmæli kennslusviðs um að nemendur brautskráðust ekki með fleiri einingar en þeir þyrftu. Ef nemendur taka námskeið umfram nauðsynlegt lágmark yrðu þau ekki sundurliðuð á einkunnablað, sem fylgir prófskírteini, heldur fengju nemendur prentaða sérstaka staðfestingu á nemendaskrá.

3. Fjármál og fjárhagsáætlun

Dreift var fjárhagsyfirliti fyrir tímabilin jan-okt 2003 og jan-okt 2004. Sveiflur eru nokkrar í launatölum þessara tímabila og verður skoðað hvað því veldur.

Þá var dreift fjárhagsáætlun með endurskoðun Ólafs Þorsteinssonar á launaflokkum. Skorarformenn voru beðnir að fara yfir áætlunin, leiðrétta og slípa það sem þyrfti. Endanlegri áætlun á að skila 1. desember nk. Samþykkt var að halda fund um fjármálin kl. 12 1. desember nk. og ganga frá skiptingu fjárveitinga og fjárhagsáætlun.

Deildarforseti lagði fram deililíkan fyrir verkfræðideild 2005. Í líkanið er búið að færa inn fjárveitingu deildarinnar og forsendur fjármálanefndar háskólans og sýnir líkanið því hver skipting fjárveitinga ætti að vera milli skora skv. skilmálum fjármálanefndar. Deildarforseti útskýrði ýmis atriði líkansins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13:40