244. deildarráðsfundur

Dagskrá

224. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn föstudaginn 5. nóvember 2004, í fundarherbergi V-257, og hófst kl. 12:20.

Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Jónas Elíasson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson og Helgi Þorbergsson. Fulltrúar nemenda: Andri H. Kristinsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Unnar Steinn Sigtryggsson og Kenneth Breiðfjörð. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með breytingum á dagskrárlið 3.1 og 6.1.

2. Til kynningar

2.1 Heimsókn menntamálaráðherra

Deildarforseti rifjaði upp komu menntamálaráðherra til deildarinnar og gat þess að hann hefði sent ráðherra þakkarbréf vegna komu hennar.

2.2 Forkröfur nemenda til að innritast í deildina

Stúdentar höfðu verið beðnir um að fara yfir forkröfur til innritunar. Rætt var um forkröfur eins og þær eru í dag. Ákveðið var að kanna hvernig nemendum hefði reitt af í náminu í deildinni miðað við hvaða undirbúning þeir hefðu úr framhaldsskóla.

2.3 Landsaðgangur að tímaritum á Landsbókasafni – Háskólabókasafni

Rætt var um kostnað landsins alls fyrir „landsaðgang“ sem er 54 Mkr. fyrir tímarit frá 5 söluaðilum. Einnig hver hlutur deildarinnar ætti að vera í þessum kostnaði.

2.4 Eðlisfræði 1

Deildarforseti kynnti niðurstöður úr skyndiprófi í Eðlisfræði 1 á haustmisseri.

2.5 Samræmt stúdentspróf

Rætt var um samræmt stúdentspróf og styttingu stúdentsprófsins úr 4 árum í 3 ár. Gert er ráð fyrir að fyrstu stúdentar með 3ja ára nám útskrifist með stúdentspróf árið 2011.

2.6 ParisTech

Deildarforseti kynnti ParisTech. Fulltrúi frá ParisTech kemur hingað og verður með erindi hér 26. nóvember nk. ParisTech er samstarf margra verkfræðiháskóla og tækniháskóla.

2.7 Rannsóknardagurinn, 12. nóvember

Deildarforseti minnti á rannsóknardaginn.

2.8 Inntaka stúdenta

Deildarforseti skýrði frá samþykkt háskólaráðs um inntöku nýnema um áramót sem heimilt verður með skilyrðum.

3. Fjármál og fjárhagsáætlun

Staða deildarinnar er góð fjárhagslega. Allar skorir standa vel. Gert er ráð fyrir sömu fjárveitingu á árinu 2005 með 2,5% verðlagsbreytingum. Rætt var um meistaranámsstyrki. Formaður r&t-skorar óskaði eftir því að fjárhagsáætlun Verkfræðistofnunar verði lögð fram.

4. Nemendamál – Próf

Ósk hefur komið fram frá nemendum í námskeiðinu „Samskipti manns og tölvu“ í tölvunarfræðiskor um að próftíminn verði færður frá 21. desember til 4. desember, þ.e. utan próftíma (próftöflu). Ekki var fallist á erindið, en athugað með tilfærslu innan próftímabilsins.

Fulltrúar nemenda lýstu óánægju sinni með próftöfluna yfirleitt.

5. Skrifstofa verkfræðideildar – hlutverk

Deildarforseti kynnti plagg með hlutverkum deildarskrifstofu eins og það hefur verið og hvert hlutverkið ætti að vera.

Deildarforseti óskaði eftir ábendingum frá deildarráðsmönnum um hlutverk deildarskrifstofu.

6. Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 13:40
Jón Guðmar Jónsson
fundarritari