Dagskrá
Samþykkt með viðbót við lið 2.4
Berglind Rósa Magnúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Háskólans, kom á fundinn. Hún kynnti skýrslu um jafnréttismál innan skólans og ræddi þessi mál vítt og breitt.
Nemendur eiga tvo fulltrúa í deildarráði og skiptast nemendafélögin fjögur á um fulltrúana. Á sínum tíma var samþykkt að þau nemendafélög, sem ekki ættu fulltrúa í deildarráði, mættu senda áheyrnarfulltrúa á deildarráðsfundina. Nemendur sögðu að fyrir hvern fund væri ákveðið hver færi með atkvæði nemenda.
Sveinbjörn Jónsson sat fundinn sem fulltrúi framhaldsnema. Rætt var um að framhaldsnemar fengju fastan fulltrúa á deildarráðsfundum.
Dagskrá rannsóknadags var dreift.
Verkfræðideild verður með um það bil 20 mínútna kynningu á náminu hér í dagskrá vegna aldarafmælis rafvæðingar 29. október nk. Deildarforseti eða kennari í raforkufræðum annast kynninguna.
Deildarforseti, varadeildarforseti og skrifstofustjóri gengu á fund fjármálanefndar HÍ síðastliðinn mánudag og gerðu grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun verkfræðideildar 2005 sem lögð voru fram 15. október sl.
Rætt var um húsnæðisskortinn, þörf fyrir skrifstofur nýrra kennara, sem koma til starfa á næsta ári, og kennslustofur. Rædd var nauðsyn á að auðvelda nemendum að nota fartölvur sínar í húsinu og væri þá hugsanlega hægt að leggja tölvuver undir skrifstofur eða almenna kennslu.
Magnús hefur uppfyllt kennsluskyldu sína og á því rétt á kennslumisseri. Tölvunarfræðiskor hefur samþykkt að hann fari í rannsóknamisseri vorið 2005. Deildarráð verkfræðideildar samþykkti rannsóknamisseri Magnúsar fyrir sitt leyti.
Formaður r&t sagði að skorin væri að hreinsa til í námskeiðslýsingum sínum. Æskilegar forkröfur verða alls staðar felldar burt en í staðinn settar inn "nauðsynlegar forkröfur". Nemendum verður ekki heimilt að sitja í námskeiði nema þeir hafi lokið forkröfum.
Formaður tölvunarfræðiskorar gat þess að niðurstöður lægju fyrir úr miðmisserisprófi í Tölv 1&1a. Hann mun senda skorarformönnum upplýsingar eftir skorum um fjölda nemenda sem fóru í próf og meðaleinkunnir.
Lagt er til að þessar stofnanir verði sameinaðar í auðlindastofnun. Til greina kæmi að sú stofnun yrði hýst innan verkfræðideildar. Fjármögnun stofnunarinnar er tryggð næstu þrjú ár. Málið verður tekið upp síðar, jafnvel á deildarfundi.
Menntamálaráðherra lét þau orð falla í 10-fréttum sjónvarps í gær, í tilefni af sameiningu Háskólans í Reykjavík og Tækniháskólans, að Ísland hefði verið eftirbátur annarra þjóða hvað varðar verkfræði- og tæknifræðimenntun og þetta væri tækifæri til að lyfta þjóðinni yfir meðaltalið. Fundarmenn voru sammála um að þessi ummæli sýndu vanmat ráðherrans á starfi deildarinnar.
Stúdentar sögðust vilja svara þessum staðhæfingum á opinberum vettvangi.