242. deildarráðsfundur

Dagskrá

Föstudaginn 8. október 2004 kl. 12.30 var haldinn fundur í deildarráði verkfræðideildar í fundarherberginu í VR-II. Mætt voru Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson og Andri H. Kristinsson. Þá sat Rögnvaldur Ólafsson fundinn en hann er fulltrúi v&r í háskólaráði. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt með breytingu á 6. lið.

2. Til kynningar

2.1 Rannsóknadagurinn

Rannsóknadagur verður haldinn 12. nóvember nk. í Öskju. Þar verður rannsóknastarfsemi Háskólans kynnt. Kynningarnefnd deildarinnar er að undirbúa innlegg deildarinnar.

2.2 Fjárlögin

Fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram. Lykiltölur þess sýna svipaða niðurstöðu fyrir HÍ og í fyrra.

2.3 Stytting náms til stúdentsprófs

Lögð var fram samantekt Friðriks H. Jónssonar, prófessors í Félagsvísindadeild, um þetta efni.

2.4 Heimsókn deildarforseta til menntamálaráðherra

Deildarforseti gekk á fund menntamálaráðherra í gær ásamt Páli Skúlasyni, rektor, og Guðmundi R. Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrar- og framkvæmdasviðs. Tilefnið var ræða menntamálaráðherra á fundinum um verkfræði- og tæknifræðimenntun. Deildarforseti fór yfir atriðin sem rædd voru á fundinum með menntamálaráðherra.

3. Fjármál og fjárhagsáætlun

Drög að fjárhagsáætlun eiga að liggja fyrir á næstkomandi föstudag. Eftir fyrstu 9 mánuði er deildin með umtalsverðan afgang en þá er raunar eftir að draga af honum framlag til bókasafns og verkfræðistofnunar. Kynnt var yfirlit yfir stöðu rekstrareininga Háskólans en það var lagt fram á fundi háskólaráðs í gær. Miklar umræður urðu um þessi mál.

4. Tímabundin ráðning Önnu Ingólfsdóttur

Dreift var dómnefndaráliti um Önnu þar sem fram kom að hún væri hæf til að gegna dósentsstarfi í tölvunarfræði. Tölvunarfræðiskor óskar eftir að Anna verði ráðin tímabundið í eitt ár, frá 1. júlí 2004. Deildarforseti lagði til að deildarráð fjallaði um málið en ekki deildarfundur. Fundurinn samþykkti samhljóða að mæla með ráðningu Önnu í samræmi við ósk tölvunarfræðiskorar. Samþykkt var að dómnefndarálitinu yrði dreift til allra fastra kennara deildarinnar.

5. Rannsóknamisseri Magnúsar Más Halldórssonar

Frestað.

6. Rafrænar áskriftir að tímaritum

Kynnt var áskrift að ASMIE, ASCE og ACM tímaritunum og samþykkt að deildin gerðist áskrifandi að þeim frá og með 2005.

7. Önnur mál

7.1 Lokaverkefni í pdf formi
Formaður tölvunarfræðiskorar lýsti ákvörðun skorarinnar um að gera allar loka-, meistara- og doktorsritgerðir sínar aðgengilegar á vefnum í pdf formi í samráði við Háskólabókasafn.

8. Húsnæðismál

Fundarmenn fóru í skoðunarferð um húsnæði skoranna, í VR-II, VR-I, sumarhúsunum, VR-III og Tæknigarð og lauk ferðinni um kl. 15.