Dagskrá
Föstudaginn 10. september kl. 12.30 var haldinn fundur í deildarráði verkfræðideildar í fundarherberginu í VR-II. Mættir voru Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Jónas Elíasson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Andri H. Kristinsson og Hildur Jóna Friðriksdóttir. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Þetta gerðist:
Björg Eysteinsdóttir frá Alþjóðaskrifstofu sat fundinn undir þessum lið. Rætt var um stúdentaskipti, helstu vankanta á núverandi fyrirkomulagi og hvernig best væri að haga stúdentaskiptunum.
Samþykkt án athugasemda.
Kynnt var erindi stúdenta um að í nóvember haldinn verði rannsóknardagur þar sem nemendur og kennarar kynna rannsóknir sínar og verkefni. Kynningarnar væru opnar almenningi og fyrirtækjum. Málið fékk góðan hljómgrunn og var vísað til meðferðar í skorum.
Kynntar voru fyrirætlanir um norrænt rannsóknasvæði og skipun norræns rannsóknaráðs.
Nýju yfirliti yfir fjárhagsstöðu verkfræðideildar var dreift á fundinum. Staða skora er nokkuð misjöfn en í heild stefnir í að deildin skili rekstrarafgangi.
Mikil óánægja hefur verið með Oracle fjárhagskerfið og upplýsingarnar sem hægt er að taka úr því. Deildarforseti situr í nefnd sem á að greina þarfir notenda kerfisins í Háskólanum. Rætt var hvaða aðgerðir væri nauðsynlegast að gera aðgengilegar skorarformönnum.
Deildarforseti óskaði eftir tilnefningu í allar þrjár fastanefndir deildarinnar. Samþykkt var óbreytt skipan.
Tillaga deildarforseta að umsögn var rædd í þaula á fundinum og samþykkt með nokkrum breytingum.
Lagt var til að skipaðir yrðu fulltrúar deildar í meistaraprófi eftirfarandi nemenda:
Þessar tillögur voru samþykktar samhljóða.
Vísindanefnd mælir með að samþykkt verði umsókn Elenu Lossieveskaju um doktorsnám í tölvunarfræði. Lögð voru fram gögn um málið en erindið verður afgreitt á næsta deildarráðsfundi.
Tölvunarfræðiskor óskar eftir að Tómas Philip Rúnarsson verði framráðinn aðjúnkt við skorina frá 1. mars sl. til tveggja ára og Kristján Þór Finnsson og Ágúst Guðmundsson verði framráðnir til eins árs frá 1. júlí sl. Þetta var samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi texta að auglýsingu var dreift á fundinu:
Við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf dósents í iðnaðarverkfræði. Meginstarfssvið yrði á sviði framleiðslu, hagkvæmni og hagnýtingar bestunar í rekstri fyrirtækja.
Véla- og iðnaðarverkfræðiskor hefur markað þá stefnu að rannsóknir og kennsla við skorina standist samanburð við það besta sem völ er á á alþjóðlegum vettvangi. Dósentinn þarf því að geta stundað og skipulagt öflugt kennslu- og rannsóknarstarf fyrir meistara- og doktorsnám við skorina.
Ráðið verður til þriggja ára með möguleika á framlengingu. Boðið er upp á áhugavert starfsumhverfi hjá vísindalegri rannsóknar- og fræðslustofnun sem veitir nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum og störfum í þjóðfélaginu.
Eftir nokkrar umræður var auglýsingin samþykkt einróma.
Lögð var fram samantekt Jónasar Elíassonar á notkun húsnæðis í VR-II. Jónas bar upp tillögu um að verkleg kennsla, sem nú fer fram í VR-II, flyttist í VR-III og rýmið í þess stað tekið undir almenna kennslu. Málið verður skoðað.
Egypskur gestakennari kennir þetta námskeið á fimm vikum í september og október. Próf í námskeiðinu þarf að halda 24. eða 30. október. Leitað var samþykkis deildarráðs við því að halda próf utan próftímabils og var það heimilað einróma.