Dagskrá:
Miðvikudaginn 25. ágúst 2004 kl. 12.20 var haldinn fundur í deildarráði verkfræðideildar í Skólabæ. Mættir voru Sigurður Brynjólfsson, Sigurður Erlingsson, Jónas Elíasson, Ólafur Pétur Pálsson, Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson, Andri H. Kristinsson og Unnar Steinn Sigtryggsson. Júlíusi Sólnes og Sven Þ. Sigurðssyni, sem sátu í fyrra deildarráði, var einnig boðið á þennan fyrsta fund nýs deildarráðs. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Þetta gerðist
Samþykkt án athugasemda.
Deildarforseti kynnti framsetningu á nýjum vef verkfræðideildar sem opnaður verður innan skamms.
Deildarforseti lagði fram gögn um fjárhagsstöðu deildarinnar sem er allgóð en nokkuð mismunandi eftir skorum. Lögð voru fram drög að kennsluáætlun 2005 og skorarformenn beðnir að leiðrétta þau. Fjármálin verða rædd ítarlegar á næsta deildarráðsfundi.
Haldinn verður háskólafundur 18. september næstkomandi.
Forseti evrópsku háskólasamtakanna er væntanlegur til landsins og flytur erindi 1. september.
Stúdentar halda árlegan íþróttadag eftir hádegi 10. september næstkomandi. Mælst er til þess að gefið verði frí eftir hádegi þennan dag.
Deildarforseti óskaði eftir því að fá sendar fundargerðir skora jafnóðum og þær eru sendar út.
R&t leggur til að Anna Soffía Hauksdóttir sitji af hálfu deildar í dómnefnd um umsækjendur um lektors/dósentsstarf á tölvuverkfræðisviði við skorina. Þetta var samþykkt einróma.
Þá leggur r&t til að Jón Atli Benediktsson verði fulltrúi deildar í dómnefnd um umsækjendur um lektorsstarf við skorina. Þetta var líka samþykkt einróma.
Hreinn Pálsson, prófstjóri Háskólans, lagði í vor fram tillögur um breytt fyrirkomulag á prófhaldi og var óskað eftir umsögnum deilda um tillögurnar. Deildarforseti dreifði á fundinum drögum að umsögn um þessar tillögur. Formönnum skora var falið að ræða málið í skorum.
Lagðar voru fram til samþykktar nokkrar umsóknir um meistaranám við deildina. Vísindanefnd hefur samþykkt umsóknirnar fyrir sitt leyti. Eftir nokkrar umræður var samþykkt samhljóða að fela deildarforseta að afgreiða framvegis allar umsóknir um meistaranám fyrir hönd deildarráðs og þessar þar á meðal.
Lögð var fram tillaga Bjarna Bessasonar að reglum um birtingu og frágang rannsóknaskýrslna á vegum verkfræðideildar og stofnunar.
Formaður v&i kynnti þörf skorarinnar fyrir nýjan kennara í iðnaðarverkfræði. Á næsta deildarráðsfundi verður lögð fram tillaga að auglýsingu um starf á þessu sviði.
Deildarforseti lagði fram umræðupunkta um þetta efni. Út frá þessum punktum spunnust mjög miklar umræður sem verður haldið áfram á næstu fundum.