Miðvikudaginn 30. apríl 2003 var haldinn deildarráðsfundur í verkfræðideild í stofu 258 í VR-II. Fundur var settur kl. 12:30. Mætt voru: Sigurður Brynjólfsson, Sven Þ. Sigurðsson, Birgir Jónsson, Páll Valdimarsson, Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson og gamlir og nýir fulltrúar stúdenta, þau Brynja Sigurðardóttir, Árni Freyr Stefánsson, Guðmundur J. Kristjánsson, Ari Björnsson, Sveinbjörn Jónsson og Helgi Friðmar Halldórsson.
Þetta gerðist:
Samþykkt án athugasemda.
Fimm umsóknir bárust. Deildarforseti forgangsraðaði þeim á eftirfarandi hátt og sendi til rannsóknarsviðs:
Vegna nýs bókhaldskerfis HÍ gengur mjög illa að fá yfirlit yfir stöðu deildar og verður þeirra tæpast að vænta fyrr en í haust.
Starfsmenn við eðlisfræðistofu hafa verið að vinna við að koma á fót vettvangi fyrir örtæknirannsóknir. Forseti verkfræðideildar hefur setið fundi með þeim eðlisfræðingunum um þessi mál.
Dreift var lista yfir þá sem vísindanefnd hefur samþykkt fyrir sitt leyti, suma með skilyrðum. Listinn var borinn upp á fundinum og samþykktur samhljóða, með fyrirvörum vísindanefndar. Stúdentarnir eru þessir:
Véla- og iðnaðarverkfræði
Agnar Tómas Möller
Agnes Hólm Gunnarsdóttir
Anna Margrét Pétursdóttir
Daði Halldórsson
Gísli Reynisson
Jóhann Haukur Kr. Líndal
Kristinn Fannar Pálsson
Olena Babak
Sigurður Þór Haraldsson
Snorri Árnason
Stefán Þór Þórsson
Tryggvi Hjörvar
Þorlákur Ómar Guðjónsson
Rafmagns- og tölvuverkfræði
Björn Grétar Stefánsson
Guðjón VilhjálmssonTölvunarfræði
Baldur Sigurðsson
Baldvin Þór Svavarsson
Birgir Stefánsson
Finnur Ragnar Jóhannesson
Gunnar Már Gunnarsson
Haukur Þorgeirsson
Hörður Jóhannsson
Kjartan Friðriksson
Paul Gunnar Garðarsson
Sigríður Andrea Ásgeirsdóttir
Valdur Sæmundsson
Viðar Júlíusson
Sigurjón Guðmundsson
Sveinbjörn Pétur Guðmundsson
Þá var borin upp umsókn Ales Jugs um doktorsnám við u&b. Umsóknin var samþykkt samhljóða með þeim fyrirvara að námsáætlun hans hljóti samþykki vísindanefndar verkfræðideildar. Skipun doktorsnefndar verður samþykkt í deildarráði þegar samþykkt námsáætlun liggur fyrir.
Fyrir lá beiðni um skipun meistaranámsdómnefndar með tveimur nemendum í r&t. Málinu var frestað en verður tekið upp aftur á næsta fundi ásamt fleiri dómnefndarskipunum.
Borist hefur bréf frá öryggisnefnd Háskólans með ósk um að deildir skipi öryggisnefnd og öryggisverði. Samþykkt var samhljóða að skipa Steinþór Björgvinsson öryggisvörð verkfræðideildar. Þá var samþykkt að formenn húsnefnda verði öryggisfulltrúar hver í sínu húsi. Deildarforseti mun ganga frá málinu í samráði við samstarfsaðila.
Stjórn félags tölvunarfræðinema sendi í síðustu viku út skeyti til félagsmanna sinna þar sem þótti brydda á kvenfyrirlitningu. Formaður tölvunarfræðiskorar óskaði eftir átölum deildarráðs vegna þessa skeytis. Samþykkt var samhljóða eftirfarandi ályktun:
Deildarráð harmar þau mistök sem áttu sér stað þegar stjórn félags tölvunarfræðinema sendi frá sér skeyti með óviðeigandi orðalagi. Deildin væntir þess að forystumenn í félagslífi stúdenta hagi orðum sínum þannig að hvorki sé skólanum né þeim til vansa.
R&t leggur til að aðjúnktarnir Hákon Guðbjartsson og Trausti Þórmundsson verði framráðnir í tvö ár frá og með 1. febrúar sl. Þetta var samþykkt samhljóða.
Stúdentar báru fram kvörtun vegna hávaða við framkvæmdir í VR-II í gær. Þá bentu þeir á að ófrágengnir kaplar í tölvuveri r&t hefðu lengi verið til trafala.