Dagskrá:
Miðvikudaginn 11. desember 2002 kl. 12.20 var haldinn fundur í deildarráði verkfræðideildar í fundarherberginu í VR-II. Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sven Þ. Sigurðsson, Birgir Jónsson, Ólafur Pétur Pálsson (í fjarveru Páls Valdimarssonar), Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson og Guðmundur J. Kristjánsson. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Þetta gerðist:
Samþykkt án athugasemda.
U&b og v&i hafa ákveðið að fela Reiknistofnun umsjón með tölvuverum sínum.
Styrkinn hlýtur að þessu sinni Bjarni Kristinn Torfason. Styrkurinn verður afhentur við athöfn í Skólabæ 21. desember nk.
Deildarforseti fór yfir stöðuna og voru málin rædd vítt og breitt.
Launatölur fyrir árið 2003 vantar og því var ekki unnt að leggja fram drög að fjárhagsáætlun. Sven Þ. Sigurðsson dreifði yfirlit yfir fjárhagsstöðuna og skýrði hana. Deildin stefnir í að fara 4% fram úr fjárveitingu.
Samþykkt var samhljóða að forkröfur fyrir nám í verkfræðideild væru stúdentspróf. Deildin mælir með að stúdentar hafi lokið 24e í stærðfræði og 30e í raungreinum, þar af 6 í eðlisfræði.
Samþykkt var einróma að Oddur Benediktsson yrði fulltrúi deildar í nefnd um meistaranám Margrétar Dóru Ragnarsdóttur.