212. deildarráðsfundur

Miðvikudaginn 30. október 2002 kl. 12.25 var haldinn fundur í deildarráði verkfræðideildar í fundarherberginu í VR-II. Mættir voru: Sigurður Brynjólfsson, Sven Þ. Sigurðsson, Birgir Jónsson, Ólafur Pétur Pálsson (í fjarveru Páls Valdimarssonar), Jóhannes R. Sveinsson, Helgi Þorbergsson, Árni Freyr Stefánsson og Guðmundur J. Kristjánsson. Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.

Þetta gerðist:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Til kynningar

Skorarformenn hafa fengið í hendur upplýsingar um þreyttar einingar skólaárið 2001-2002. Þeir voru beðnir að fara yfir tölurnar og sjá hvort þar væri villur að finna.

3. Fjármálin

Sven Þ. Sigurðsson dreifði yfirlit yfir fjárhagsstöðuna og útskýrði helstu liði þar. Miklar umræður urðu um þessi mál. Í lok umræðna óskaði deildarforseti eftir því að skorarformenn tækju saman áætlun um kennslu ársins 2003.

4. Húsnæðismál

Rými í Tæknigarði losnar á næsta ári. Hugmyndir eru um að flytja skrifstofur verkfræði- og raunvísindadeilda og raunvísindastofnunar í Tæknigarð í staðinn. Þá var rætt um húsnæðið á jarðhæð VR-II og kjallarann í VR-III og ýmsir möguleikar í húsnæðismálum deildarinnar.

5. Skipun fulltrúa í fjármálanefnd háskólans

Frestað til næsta fundar.

6. Önnur mál

6.1 Framlenging á samkomulagi verkfræðideildar og Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

Í fyrra var gert samkomulag milli þessara aðila og gilti það í eitt ár. Á fundinum voru lögð fram drög að nýju samkomulagi sem á að gilda skólaárið 2002-2003. Formaður tölvunarfræðiskorar skýrði nýja samkomulagið og rakti breytingar frá fyrra. Tölvunarfræðiskor hefur samþykkt samkomulagið fyrir sitt leyti. Deildarráð samþykkti samkomulagið samhljóða og ennfremur að ráða þá Ágúst Guðmundsson og Kristján Þór Finnsson aðjúnkta á gildistíma samkomulagsins.

6.2 Rannsóknamisseri

Deildarráð samþykkti einróma rannsóknamisseri eftirtalinna kennara vormisseri 2003:
Birna Pála Kristinsdóttir, Fjóla Jónsdóttir, Guðmundur R. Jónsson, Sigurður Erlingsson.

6.3 Fyrningar kennara

Deildarforseti var spurður hvað liði uppgjöri á fyrningum fastra kennara. Deildarforseti kvaðst mundu ganga frá fyrningum dósenta innan skamms.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 13.55