206. deildarráðsfundur

< Fyrri fundur | Næsti fundur>

206. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn miðvikudaginn 24. apríl 2002, í fundarherbergi 248 í VR-II. Fundurinn hófst kl. 12:20.

Mættir: Sigurður Brynjólfsson, Sven Þ. Sigurðsson, Birgir Jónsson, Páll Valdimarsson, Jóhannes R. Sveinsson, Jóhann P. Malmquist, fulltrúar nemenda Árni Freyr Stefánsson, u&b, Brynja Sigurðardóttir v&i, Guðmundur J. Kristjánsson, r&t og Halldór Ægir Halldórsson, tölvunarfræðiskor. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt án athugasemda.

2. Tilkynningar

2.1 Deildarforseti minnti á fundinn með yfirstjórn Háskólans þann 17. maí, kl. 9:30-11:30
2.2 Deildarforseti vakti athygli á umsögn Háskóla Íslands um frumvarp til laga um Tækniháskóla Íslands.

3. Fjárhagsáætlun ársins 2002

Deildarforseti lagði fram fjárhagsáætlun ársins 2002. Samkvæmt áætluninni er áætlaður halli ársins 13,3 Mkr, en inneign frá fyrra ári er 10,8 Mkr, þannig að áætluð staða í árslok er 3,0 Mkr halli.

4. Húsnæði verkfræðideildar og Verkfræðistofnunar

Formaður r&t skorar vakti athygli á því að kennarar skorar þyrftu skrifstofurými helst á sama stað.
Varðandi VR-III var samþykkt að fara í hreinsunarátak í samráði við byggingastjóra nú í maí eða júní.

5. MS-nefndir

- Samþykkt að Bjarki Brynjarsson verði prófdómari í MS-nefnd meistaranemans Ólafs Ragnars Helgasonar. Í nefndinni eru Hjálmtýr Hafsteinsson, umsjónarkennari og Gísli Hjálmtýsson, leiðbeinandi.

- Samþykkt að Bjarni Bessason verði prófdómari við meistarapróf Gunnlaugs Ó. Ágústssonar. Aðalleiðbeinandi í verkefni Gunnlaugs er Fjóla Jónsdóttir og meðleiðbeinandi er Magnús Þór Jónsson.

6. Kennsla verkfræðinema; verkfræðideild/raunvísindadeild

Kennsla verkfræðinema í námskeiðum í öðrum deildum var rædd varðandi fyrirkomulag o.fl.

7. Önnur mál

7.1 MS-nám

Fyrirliggjandi eru 13 umsóknir um MS-nám í u&b skor, þar af tvær í umhverfisfræðum, 12 í v&i skor, 1 í r&t skor og 3 í tölvunarfræðiskor. Umsóknirnar voru samþykktar samhljóða að uppfylltum skilyrðum vísindanefndar deildar.

7.2 Erlendur kennari

Sven Þ. Sigurðsson skýrði frá ósk erlends kennara, Svía, um að kenna hér MS-námskeið við deildina. Kennarinn óskaði eftir því að kenna námskeiðið í lok maí. Ekki var hægt að koma námskeiðinu á á þessum tíma vegna tímaskorts.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:20.