206. deildarráðsfundur verkfræðideildar var haldinn miðvikudaginn 24. apríl 2002, í fundarherbergi 248 í VR-II. Fundurinn hófst kl. 12:20.
Mættir: Sigurður Brynjólfsson, Sven Þ. Sigurðsson, Birgir Jónsson, Páll Valdimarsson, Jóhannes R. Sveinsson, Jóhann P. Malmquist, fulltrúar nemenda Árni Freyr Stefánsson, u&b, Brynja Sigurðardóttir v&i, Guðmundur J. Kristjánsson, r&t og Halldór Ægir Halldórsson, tölvunarfræðiskor. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Mál á dagskrá:
Samþykkt án athugasemda.
Deildarforseti lagði fram fjárhagsáætlun ársins 2002. Samkvæmt áætluninni er áætlaður halli ársins 13,3 Mkr, en inneign frá fyrra ári er 10,8 Mkr, þannig að áætluð staða í árslok er 3,0 Mkr halli.
Formaður r&t skorar vakti athygli á því að kennarar skorar þyrftu skrifstofurými helst á sama stað.
Varðandi VR-III var samþykkt að fara í hreinsunarátak í samráði við byggingastjóra nú í maí eða júní.
- Samþykkt að Bjarki Brynjarsson verði prófdómari í MS-nefnd meistaranemans Ólafs Ragnars Helgasonar. Í nefndinni eru Hjálmtýr Hafsteinsson, umsjónarkennari og Gísli Hjálmtýsson, leiðbeinandi.
- Samþykkt að Bjarni Bessason verði prófdómari við meistarapróf Gunnlaugs Ó. Ágústssonar. Aðalleiðbeinandi í verkefni Gunnlaugs er Fjóla Jónsdóttir og meðleiðbeinandi er Magnús Þór Jónsson.
Kennsla verkfræðinema í námskeiðum í öðrum deildum var rædd varðandi fyrirkomulag o.fl.
Fyrirliggjandi eru 13 umsóknir um MS-nám í u&b skor, þar af tvær í umhverfisfræðum, 12 í v&i skor, 1 í r&t skor og 3 í tölvunarfræðiskor. Umsóknirnar voru samþykktar samhljóða að uppfylltum skilyrðum vísindanefndar deildar.
Sven Þ. Sigurðsson skýrði frá ósk erlends kennara, Svía, um að kenna hér MS-námskeið við deildina. Kennarinn óskaði eftir því að kenna námskeiðið í lok maí. Ekki var hægt að koma námskeiðinu á á þessum tíma vegna tímaskorts.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:20.