Tæki | Sótt um kr. | Skor/stofnun | |
---|---|---|---|
1. | Tæki til landmælinga | 500 | Raunvísindastofnun |
2. | Klukkur m. tengibúnaði f. tölvur, ljóshlið og sveiflusjár | 956 | Eðlisfræðiskor |
3. | Ýmis tæki: vogir, hitaskápur, aflgjafi, segulhrærur, lofttæmidæla | 920 | Efnafræðiskor |
4. | Ýmis tæki í rannsóknastofu í setfræði | 1.030 | jarð- og landfræðiskor |
5. | Smásjár og víðsjár vegna kennslu og rannsókna | 1.100 | líffræðiskor |
6. | Image Master 2D Platinum hugbúnaður | 596 | matvælafræðiskor |
7. | Smásjár og víðsjár vegna kennslu og rannsókna | 1.017 | líffræðiskor |
8. | Ýmis tæki: vogir, hitaskápur, aflgjafi, segulhrærur, lofttæmidæla II | 1.390 | efnafræðiskor |
9. | Smásjár og víðsjár vegna kennslu og rannsókna I | 1.083 | líffræðiskor |
10. | Smásjár vegna kennslu og rannsókna | 3.000 | jarð- og landfræðiskor |
Samþykkt með þeirri breytingu að Snorri Þorgeir Ingvarsson tók sæti í tækjakaupanefnd í stað Ara Ólafssonar
Eðlisfræðiskor leggur til að andmælendur verði þeir David P. Hill, vísindamaður við U.S. Geological Survey og Tim Wright, vísindamaður við Oxfordháskóla. Deildarráð samþykkti einróma að tilnefna þessa tvo sem andmælendur.
Sérhverri deild háskólans ber að semja jafnréttisáætlun. Óskað var eftir tilnefningu í jafnréttisnefnd deildar sem tæki að sér að semja jafnréttisáætlun.
Í gær var úthlutað úr Háskólasjóði EÍ styrkjum til samtals 27 verkefna. Verkefni á vegum raunvísindadeildar hlutu 11 þessara styrkja.
41 umsókn er um meistaranám við deildina og skiptast þær þannig eftir
skorum:
Eðlisfræðiskor 4, efnafræðiskor 7, líffræðiskor 14, jarð- og landfræðiskor 9,
matvæla- og næringarfræðiskor 7
Umsóknir um M.Paed.-nám eru þrjár, ein í stærðfræðiskor og tvær í jarð- og landfræðiskor.
16 umsóknir eru um doktorsnám við deildina og skiptast þannig eftir
skorum:
Stærðfræðiskor 2, eðlisfræðiskor 3, efnafræðiskor 4, líffræðiskor 4, jarð- og
landfræðiskor 2, matvæla- og næringarfræðiskor 1.
Deildarforseti kynnti drög að starfslýsingu verkefnisstjóra á skrifstofu raunvísindadeildar. Til stendur að auglýsa starfið eftir páska. Út frá þessu spunnust miklar umræður um kynningarmál deildarinnar og hvernig þeim yrði best fyrir komið.
Deildarforseti skýrði frá því að borist hefði bréf frá Jóni Ólafssyni prófessor í haffræði þess efnis að hann óskaði eftir að flytja sig ásamt námskeiðum í haffræði og hafefnafræði úr efnafræðiskor til jarð- og landfræðiskorar.
Málinu var vísað til fjármálanefndar deildar til skoðunar með tilliti til þess hvaða breytingar þyrfti að gera á deililíkani ef af slíkum flutningi yrði.