350. deildarráðsfundur raunvísindadeildar aftur Yfirlitssíða fram

Dagskrá

350. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn fimmtudaginn 5. janúar 2006, í VR-II, - Stofu 256, og hófst kl. 10:00.

Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og Kristberg Kristbergsson. Rögnvaldur Ólafsson mætti undir dagskrárlið 5. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.

Mál á dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar.

Samþykkt með breytingu bókunar á dagskrárlið 2.1.

2. Námskeiðið Mannerfðafræði í boði Íslenskrar erfðagreiningar.

Íslensk erfðagreining býður upp á námskeiðið Mannerfðafræði fyrir nemendur í framhaldsnámi. Nemendur á 3. ári geta einnig tekið það. Námskeiðið er á vormisseri 2006.

Skorum er falið að meta námskeiðið á einstaklingsgrunni til eininga.

3. Umhverfis- og auðlindafræði-Inntökuskilyrði.

Námstjórn í umhverfis- og auðlindafræðum hefur leitað eftir samþykki raunvísindadeildar, sbr. bréf námstjórnarinnar, dags. 2. janúar 2006, á því að fulltrúi hennar í námstjórninni fái umboð til að samþykkja nemendur til skráningar við raunvísindadeild innan tiltekins ramma og sem deildin telur ásættanlegan.

Málinu var frestað.

4. Kennsluskrá á ensku.

Samþykk að fá löggiltan skjalaþýðanda til að þýða kafla deildarinnar í kennsluskrá yfir á ensku en þetta er mjög brýnt mál vegna fjölgunar erlendra nemenda.

5. Fjárhagsáætlun 2006

Fjármálanefnd háskólaráðs hafði farið fram á að deildir skiluðu endanlegri fjárhagsáætlun hallalausri þann 6. janúar n.k.

Deildarforseti hafði falið skorarformönnum að fara enn frekar yfir áætlanir sinna skora með frekari niðurskurð í huga eftir því sem þeir teldu mögulegt. Það höfðu þeir gert. Niðurstaðan varð sú að enn frekar hefur verið farið í fækkun valnámskeiða á haustmisseri 2006. Störf fastra kennara, sem auglýst hafa verið, í stað þeirra sem hafa verið að hætta hafa skapað tímabundinn sparnað með kennslu stundakennara þangað til ráðið verður í störfin. Á móti kemur að kennsla í rannsóknarnáminu hafði verið vanáætluð í fyrri áætlun. Fjárhagsáætlun þeirri sem skilað hafði verið gerði ráð fyrir 35 Mkr halla. Framangreindar sparnaðaraðgerðir gera ráð fyrir 8-11 Mkr lækkun útgjalda eða halla upp á 24-27 Mkr.

Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 12:15
Jón Guðmar Jónsson
fundarritari