Dagskrá
350. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn fimmtudaginn 5. janúar 2006, í VR-II, - Stofu 256, og hófst kl. 10:00.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Áslaug Geirsdóttir og Kristberg Kristbergsson. Rögnvaldur Ólafsson mætti undir dagskrárlið 5. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Mál á dagskrá:Samþykkt með breytingu bókunar á dagskrárlið 2.1.
Íslensk erfðagreining býður upp á námskeiðið Mannerfðafræði fyrir nemendur í framhaldsnámi. Nemendur á 3. ári geta einnig tekið það. Námskeiðið er á vormisseri 2006.
Skorum er falið að meta námskeiðið á einstaklingsgrunni til eininga.
Námstjórn í umhverfis- og auðlindafræðum hefur leitað eftir samþykki raunvísindadeildar, sbr. bréf námstjórnarinnar, dags. 2. janúar 2006, á því að fulltrúi hennar í námstjórninni fái umboð til að samþykkja nemendur til skráningar við raunvísindadeild innan tiltekins ramma og sem deildin telur ásættanlegan.
Málinu var frestað.
Samþykk að fá löggiltan skjalaþýðanda til að þýða kafla deildarinnar í kennsluskrá yfir á ensku en þetta er mjög brýnt mál vegna fjölgunar erlendra nemenda.
Fjármálanefnd háskólaráðs hafði farið fram á að deildir skiluðu endanlegri fjárhagsáætlun hallalausri þann 6. janúar n.k.
Deildarforseti hafði falið skorarformönnum að fara enn frekar yfir áætlanir sinna skora með frekari niðurskurð í huga eftir því sem þeir teldu mögulegt. Það höfðu þeir gert. Niðurstaðan varð sú að enn frekar hefur verið farið í fækkun valnámskeiða á haustmisseri 2006. Störf fastra kennara, sem auglýst hafa verið, í stað þeirra sem hafa verið að hætta hafa skapað tímabundinn sparnað með kennslu stundakennara þangað til ráðið verður í störfin. Á móti kemur að kennsla í rannsóknarnáminu hafði verið vanáætluð í fyrri áætlun. Fjárhagsáætlun þeirri sem skilað hafði verið gerði ráð fyrir 35 Mkr halla. Framangreindar sparnaðaraðgerðir gera ráð fyrir 8-11 Mkr lækkun útgjalda eða halla upp á 24-27 Mkr.