351. deildarráðsfundur raunvísindadeildar var haldinn miðvikudaginn 18. janúar 2006, í VR-II, – Stofu 257, og hófst kl. 12:30.
Mættir voru: Hörður Filippusson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Robert J. Magnus, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Leifur A. Símonarson og Kristberg Kristbergsson. Fundarritari var Jón Guðmar Jónsson.
Samþykkt án athugasemda.
(Þóra Ellen Þórhallsdóttir formaður námstjórnar um nám í umhverfis- og auðlindafræði mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið).
Miklar umræður urðu um inntökuskilyrði, eðli námsins ofl. Eftirfarandi var síðan samþykkt í deildarráði: „Raunvísindadeild samþykkir að veita fulltrúa sínum í námstjórn í umhverfis- og auðlindafræði heimild til að samþykkja nemendur í námið. Almenn viðmið skulu vera inntökuskilyrði raunvísindadeildar í meistaranám. Heimilt er að víkja frá lágmarkseinkunn deildar þegar tekið er tillit til starfsreynslu umsækjenda og fleiri þátta.“
Samþykkt að í sjálfsmatshópi raunvísindadeildar vegna faglegrar úttektar á deildinni verði þeir sem skipa deildarráð. Auk þess verði skrifstofustjóri í hópnum. Þessir einstaklingar eru:
Hörður Filippusson deildarforseti, formaður
Robert J. Magnus prófessor, formaður stærðfræðiskorar
Magnús Tumi Guðmundsson prófessor, formaður eðlisfræðiskorar
Ingvar Helgi Árnason prófessor, formaður efnafræðiskorar
Guðmundur Hrafn Guðmundsson prófessor, formaður líffræðiskorar
Áslaug Geirsdóttir prófessor, formaður jarð- og landfræðiskorar
Kristberg Kristbergsson dósent, formaður matvæla- og næringarfræðiskorar
Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, nemandi í eðlisfræði, fulltrúi nemenda í deildarráði
Jón Guðmar Jónsson, skrifstofustjóri raunvísindadeildar.
Fyrirhuguðum fundi með rektor KHÍ um samvinnu raunvísindadeildar og KHÍ um menntun raungreinakennara sem fyrirhugaður var föstudaginn 20. janúar, kl 15:00 er frestað fram yfir helgi vegna útfarar Kjartans G. Magnússonar.
Samþykkt, með fyrirvara um samþykki efnafræðiskorar á fundi sínum seinna í dag, að Ingvar Helgi Árnason fari í rannsóknamisseri haustið 2006.
Samþykkt var að Guðrún Gísladóttir dósent í jarð- og landfræðiskor verði varamaður Karls Benediktssonar dósents í jarð- og landfræðiskor í námstjórn í umhverfis- og auðlindafræði og taki sæti hans sem fulltrúi deildar í námstjórninni á vormisseri 2006 en Karl er í rannsóknamisseri á vormisseri.
Samþykkt var, í samræmi við tillögu stærðfræðiskorar, að Ágúst S. Egilsson sérfræðingur á Raunvísindastofnun verði ráðinn sem aðjúnkt (skv. „gamla laginu“) við stærðfræðiskor frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2007.
Deildarforseti las bréf frá Brynhildi Brynjólfsdóttur skrifstofustjóra Nemendaskrár, þar sem minnt er á einkunnaskil/staðfestingu á námsframvindu í rannsóknanámi.
Nauðsynlegt er að tryggja það að einingar nemenda í framhaldsnámi verði skráðar í lok hvers misseris í samræmi við námsframvindu.
Deildarforseti skýrði frá því að eftir að fjárhagsáætlun deildar var skilað þann 6. janúar síðastliðinn hefði komið tölvuskeyti frá fjármálanefnd háskólaráðs, þar sem farið væri fram á að deildin skilaði hallalausri fjárhagsáætlun fyrir árið 2006 en áætluninni hafði verið skilað með 24 Mkr halla.
Deildarforseti skýrði frá því að óskað yrði eftir fundi með rektor og formanni fjámálanefndar háskólaráðs varðandi stöðu mála og ýmis ófrágengin mál.
Deildarforseti las upp bréf frá Þórði Kristinssyni framkvæmdastjóra kennslusviðs þar sem kemur fram að kennslu í námskeiðinu Mannerfðafræði á vegum Íslenskrar erfðagreiningar (námskeiðið skráð í læknadeild) hefur verið frestað til haustsins 2006. Til stóð að kenna það nú á vormisseri.
Deildarforseti las upp bréf frá atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) þar sem stúdentaráð fer fram á það við deildir Háskólans að þær setji útdrátt úr lokaverkefnum nemenda sinna í verkefnabanka Háskóla Íslands á vefnum.
Fleira ekki tekið fyrir á fundi.
Fundi slitið kl 14:45
Jón Guðmar Jónsson fundarritari