Miðvikudaginn 27. október 1999 kl. 12.30 var haldinn fundur í deildarráði raunvísindadeildar í fundarherberginu í VR-II.
Mætt voru: Gísli Már Gíslason, Bragi Árnason, Sven Þ. Sigurðsson, Halldór Guðjónsson, Guðrún M. Ólafsdóttir, Örn Helgason, Baldur Símonarson, Guðmundur G. Haraldsson, Eva Benediktsdóttir, Sigurjón Arason, Sigríður Jónsdóttir og Snævar Sigurðsson.
Fundarritari var Pálmi Jóhannesson.
Þetta gerðist:
Deildarforseti bauð velkomna á fundinn nýja fulltrúa stúdenta og aðjúnkta.
Samþykkt án athugasemda.
Á fundinn komu þeir Axel Axelsson, innkaupastjóri, og Jóhannes Finnur Halldórsson, skrifstofustjóri, og skýrðu nýtt fyrirkomulag við innkaup sem innleitt verður innan skamms. Óheimilt verður að kaupa vörur og þjónustu fyrir háskólann og stofnanir hans nema framvísa beiðni. Beiðnablokkir verða í höndum fárra forstöðumanna. Fyrirtæki senda reikninga, með beiðnunum, til bókhalds Háskólans. Þar verða reikningarnir bókaðir strax en ekki sendir út í deildir til staðfestingar eins og nú er gert. Á fundinum virtust menn hallast að því að deildarforseti, skrifstofustjórar, skorarformenn og efna- og tækjaverðir hefðu beiðnablokkir undir höndum. Þeir Axel og Jóhannes svöruðu nokkrum fyrirspurnum og viku síðan af fundi.
Samþykkt var samhljóða að framlengja ráðningu Jóns Péturssonar, Leós Kristjánssonar, Þórs Jakobssonar og Þórðar Jónssonar, aðjúnkta í eðlisfræðiskor, um tvö ár, frá 1. september 1999-31. ágúst 2001.
Formaður stærðfræðiskorar greindi frá því að þrír kennarar í skorinni óskuðu eftir að halda fjögurra tíma skrifleg próf í greinum sínum í desember næstkomandi. Um er að ræða fámenn námskeið á 2. og 3. ári. Öll önnur próf verða þrír tímar eins og samþykkt hefur verið í deildarráði. Fram kom að þjónustunámskeið í eðlisfræði og efnafræði verða fjórir tímar. Nokkrar umræður urðu um málið en að lokum var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 að heimila fjögurra tíma próf í þessum þremur stærðfræðinámskeiðum.
Sven Þ. Sigurðsson vitnaði í 2. grein í nýlegum þjónustusamningi Háskólans og menntamálaráðuneytisins þar sem háskólinn tekur að sér að fjölga kennarefnum í raungreinum og nýta fjarkennslu. Reglur um kennsluréttindi hafa breyst svo stúdentar í M.S.-námi geta nú látið sér nægja að taka 15 einingar í kennsluréttindanámi í stað 30 áður. Jafnvel er mögulegt að fella kennsluréttindanámið alveg inn í M.S.-námið. Þá minnti Sven á störf nefndar sem lagði fyrir nokkrum árum fram tillögur um að boðið yrði upp á almennt nám í raunvísindum. Skorirnar myndu þá skilgreina 15 og 30e pakka sem nemendur gætu raðað saman. Þetta mætti tengja fjarkennslu og gætu þá kennarar í framhaldsskólum víða um land endurmenntað sig á því sviði sem þeir kenndu.
Fleiri tóku undir þessi orð Svens. Að loknum umræðum voru þeir Sven, Guðmundur G. Haraldsson og Eva Benediktsdóttir skipuð í nefnd til að fjalla um þessi efni. Nefndin á að skila álitsdrögum í janúar næstkomandi.
Deildarforseti las úr bréfi sem Þórður Möller, deildarstjóri stærðfræðideildar Verzlunarskólans, hefur sent kennslustjóra Háskólans. Í bréfinu eru lagðar fram spurningar um lágmarkskröfur í stærðfræði til að hefja nám á ýmsum námsbrautum í Háskólanum. Nokkrar umræður urðu um málið. Fram kom að stærðfræðiskor hefur tekið saman bækling um þetta efni og dreift til framhaldsskóla og ennfremur eru í kennsluskrá Háskólans viðmiðunarreglur raunvísindadeildar um nauðsynlegan undirbúning. Þessi gögn verða látin duga sem svar raunvísindadeildar en menn voru sammála um að rétt væri að skilgreina þau námskeið á framhaldsskólastigi sem telja bæri grunn að námskeiðum 1. árs. Ennfremur þyrfti að samræma kröfur raunvísindadeildar og nýja aðalnámskrá framhaldsskóla. Örn Helgason og Rögnvaldur G. Möller voru skipaðir í nefnd um málið.
Umsækjendur eru Gunnar Bragi Ólafsson, Hannes Jónsson og Ragnar Jóhannsson. Deildarráð samþykkti einróma að tilnefna Ágúst Kvaran fulltrúa deildar í dómnefnd.
Málinu frestað til næsta deildarráðsfundar.
Lögð voru fram plögg um gistikennara á vegum Fulbright. Formenn skora leggi umsóknir sínar um kennara beint til Fulbrightstofnunarinnar.
Þessar umsóknir bárust: Hafliði P. Gíslason vor og haust árið 2000, Agnar Ingólfsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Karl Benediktsson, Kjartan G. Magnússon og Jón K.F. Geirsson, öll vor 2000. Deildarráð samþykkti einróma rannsóknamisseri þessara kennara með sömu fyrirvörum og skorir.
Þeir Leifur A. Símonarson og Jóhann P. Malmquist voru tilnefndir fulltrúar raunvísindadeildar í sjóðsstjórn og var það samþykkt samhljóða.
Rannveig Thoroddsen sækir um framlengingu námstíma. Hún hóf M.S.-nám í líffræði 1993 en hefur tafist vegna barneigna og kennslu sem hún tók að sér í líffræðiskor í forföllum kennara þar. Rannveig ætlar að brautskrást í júní á næsta ári. Líffræðiskor mælir með því að orðið verði við beiðni hennar. Deildarráðsfundur samþykkti einróma að heimila Rannveigu að halda áfram námi.
Páll Jónbjarnarson, stúdent í líffræði, hefur nú lokið 100 eininga námi en hefur þrívegis fallið í Stærðfræði N. Hann sækir um undanþágu til að fara í prófið í fjórða skipti. Eftir nokkrar umræður var samþykkt samhljóða að gefa honum heimild til þess.
Melkorka Matthíasdóttir, 4. árs stúdent í jarðfræði, sækir um leyfi frá námi til áramóta vegna barneigna og var það samþykkt samhljóða Katrín Svana Eyþórsdóttir jarðfræðistúdent sækir um leyfi frá námi á vormisseri 2000 og var það samþykkt samhljóða.
Deildarforseti átti fund með tveimur fulltrúum Rannsóknaþjónustunnar í vikunni og dreifði gögnum frá fundinum. Rannsóknaþjónustan verðlaunar athyglisverð verkefni. Formenn skora voru beðnir að koma ábendingum um slík verkefni áleiðis til Rannsóknaþjónustunnar.
Sigfús sótti í maí sl. um tveggja ára framlengingu á launalausu leyfi sínu frá 1. janúar 2000. Sigfús hefur nú verið í leyfi í 5 ár. Eðlisfræðiskor leggur til að leyfi Sigfúsar verði framlengt um ár en Sigfús geri grein fyrir málum sínum fyrir 31. mars næstkomandi.
Deildarráð samþykkti samhljóða tillögu eðlisfræðiskorar